Stöð 2 náði útsendingarrétti af HM í handbolta eins og þekkt er orðið.
Auglýsa grimmt þessar útsendingar og klikkja svo út að þeir sendi út
íslensku leikina í HD. Ég kaupi aðgang að Stöð 2 Sport til að fylgjast
með strákunum okkar. Þetta er eina stöðin sem ég kaupi af 365 miðlum. Svo
byrjar þetta og þá sé ég að útsendingin er ekki í HD. Hringi daginn eftir
(laugardaginn 15. janúar) og er þá sagt að ég þurfi að kaupa Stöð 2
Sport 2 til þess að sjá leikina í HD. En ég hef hvergi séð þetta
auglýst svona, skoðaði heimasíðuna þeirra og þetta kom ekki fram þar,
nema þá vel falið í ósýnlega smáaletrinu þeirra. Mér finnst þetta
vera til háborinnar skammar en lýsir kannski viðskiptasiðferði
þessarar stofnunar.
Kjartan Þór Guðmundsson
Fyrirgefðu það er nóg að RÚV og Stöð 2 geri það en ekki vera líka að kalla þetta Strákana okkar og eigna mér þar með eitthvað sem ég vil ekkert hafa með þakka þér kærlega fyrir!!!!!!!!!!!!!
SvaraEyðafór einmitt í gegnum þetta með 365 fyrr í vikunni. alveg glatað fyrirtæki.
SvaraEyðaVá hættið að væla segið bara upp Stöð 2 Sport og kaupið svo Stöð 2 Sport 2.
SvaraEyðahttp://www.livehandball.tv/page/Home/0,,13467,00.html Hér er þetta á 30 euro og ekkert til 365.
SvaraEyðahttp://lsh.livescorehunter.com/Livescores/Livescore-Handball.html - Og hér er þetta ókeypis! (Ef menn vilja ekki glápa á þetta á tölvuskjá, þá má benda á TV-Out möguleikann sem flest skjákort í dag hafa)
SvaraEyðaAlgjörlega fáranleg gjaldskrá og öll vinnubrögð með HD hjá 365, enda er ég farinn til Sky.
SvaraEyðaÞú átt að kaupa báðar sportstöðvarnar, borga álag, og ef þú notar örbylgjuloftnet, leigja HD afruglara frá Vodafone!