mánudagur, 17. janúar 2011

Blue Lagoon vörur í Danmörku

Ég er búsett í Danmörku og var að versla í súpermarkaði þegar ég rakst á Blue Lagoon vörurnar. Full af hinu íslenska þjóðarstolti fór ég að skoða vörurnar nánar en vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég sá verðmiðann; 50 kr. Skv. Myntbreytu Íslandsbanka eru það 1.022 íslenskar kr. Ástæða þess að ég brást svona við er að um jólin keypti ég kísilmaskann frá þeim heima á Íslandi og borgaði 6.500 isk. fyrir hann. Ég er bara ekki að skilja hvernig stendur á því að ég fái íslenska vöru svona miklu ódýrari í Danmörku?! Er svona mikil álagning á þessu eða hvað er eiginlega í gangi? Þess má geta að á vefsíðu Bláa lónsins er gefið upp verðið 60 Evrur á kísilmaskanum, en það eru rúmar 9000 kr!
Bestu,
Hrefna Rós

2 ummæli:

  1. Varan hefur sennilega náð svona hlaupa eftir status á Íslandi. Að auki kaupa íslendingar aðeins það dýrasta.

    SvaraEyða
  2. Sæl Hrefna Rós.

    Mér var bent á þessa síðu veghna þess að ég hef verið að láta kanna verð fyrir mig heima á þessum vörum (bý í Svíþjóð) og verðin á pöntunarsíðu Blue Lagoon eru án sendingargjalds.
    Sem sagt enn dýrara.
    Við vorum í Köben 10 des, og fórum í Bilka - Fields og þar sáum við gjafapakka með 3 vörum í og hann kostaði Danskar krónur 75.00. aðeins einn var keyptur (mistök) því að ég vildi láta kanna verðið heima. Síðan eru þessar vörur einnig seldar (sumar) í Saga Shop og eru ódýrari þar en hjá Blue Lagoon.
    Bara svona til upplýsingar.
    Með kveðju
    Guðjón Bjarnason
    Svíþjóð

    SvaraEyða