Ég var á rölti í Smáralindinni á dögunum og kíkti inn í tuskubúðina Dorothy Perkins sem er hluti af breskri keðju (í eigu Baugs ef ég man rétt). Þar voru bolir með breskri merkingu "2 for 12£" sem á gengi dagsins í dag gera 2215 kr. Íslenska verðið: 2495kr fyrir EINN bol!
Flutningskostnaður? Tollar? Gengi? Þætti fróðlegt að heyra útskýringuna á þessum rosalega verðmun.
Anna
Hvaða verðmun ?? 300 kall, ertu að fara á límingunum út af því ?
SvaraEyða2 for 12£ stendur - í UK færðu þá tvo boli á 300 kr minna en hér heima
SvaraEyðaHún tekur skýrt fram að hún fái bara EINN bol hér heima !!!!! Fengi TVO úti fyrir 2215 en bara EINN hér heima fyrir 2495
SvaraEyðaÞetta er eins og í Debenhams þar sem maður sér breska verðið sem að jafnaði er þriðjungur af því íslenska...og það út úr búð. Innkaupaverð verslunarinnar er gott lægra...Þetta er ástæðan fyrir því að það borgar sig enn að versla erlendis, hvað sem liður ferðakostnaði og gengi.
SvaraEyðaByrjar þetta rugl hérna eina ferðina enn...
SvaraEyðaBúðir þurfa að borga Leigu skatta laun og fleira sem kemur upp ég þyrfti að hafa 500% álagningu til að standa undir rekstrarkostnaði á minni búð en ég vill það ekki hef um 50% álagningu og borga mér í staðinn eiginlega enginn laun.
SvaraEyða