laugardagur, 22. janúar 2011

Ódýr rör

Nú er mikið auglýst allskonar ávextir og safar til að búa til (skyr)boost heima hjá sér í blandara. Eiginlega er nauðsynlegt að sjúga boostið upp með röri. Bestu kaupin eru hjá Tiger: þar fást 100 rör í poka á 200 kall. Þetta eru svört rör og alveg passlega breið til að sjúga upp heimalagað skyrboost. Til samanburðar eru 36 breið rör í pakka hjá Megastore á 298 kr.
Dr. Gunni

2 ummæli:

  1. Ég hef aldrei fundið þörf fyrir rör í mín boost

    SvaraEyða
  2. Sammála nafnlausum. Mér finnst það verra meira að segja. En mismunandi er smekkur manna og gott fyrir þá sem vilja rör að vita hvar þau eru ódýrust.

    SvaraEyða