fimmtudagur, 6. janúar 2011

Dýr skyndibiti í Hafnarfirði

Mér er farið að ofbjóða hvað sjoppur bæjarins eru farnar að rukka fyrir sveittan skyndibita. Í gær var ég seint á ferðinni og ákvað að kaupa 2 hamborgaratilboð í einni af sjoppum Hafnarfjarðar. Ég byrjaði á Holtanesti, þar kostaði þessi týpíski pakki, hamborgari, franskar og 0,5 ltr. gos rétt undir 1000 kr. Ég gat ekki ímyndað mér að þessir borgarar væru 2000 kr. virði, svo ég fór á Jolla í Hafnarfirði, þar kostaði alveg eins tilboð yfir 1000 kr. og mér hreinlega ofbauð. Ég endaði á Snælandsvídeó þar sem nákvæmlega eins samsett tilboð er á 650 kr. Þetta er nánast orðið jafndýrt og á veitingahúsum og engan veginn þess virði.
Hafdís

17 ummæli:

  1. Hamborgarar eru óholl fæða. Burt með hveiti,sykur og sterkju,minnka mettaða fitu(alls ekki yfir 5g fyrir hver 100g) og burt með transfituna en maturinn bragðast samt sem áður vel.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus 1: fólk hlýtur nú að ráða því sjálft hvað það vill borða! Algjörlega út af kortinu athugasemd!

    SvaraEyða
  3. Georg Bjarnfreðarson skrifaði þetta sennilega

    SvaraEyða
  4. Sjoppan á Völlunum við hliðina á Bónus var með hamborgaratilboð á 500 kall..

    SvaraEyða
  5. Já gjörið svo vel ef þið viljið fá kransæðastíflu og hjartaáfall þá skulið þið éta svona SORP á í miðri viku.

    SvaraEyða
  6. hahaha, sleppur ef þetta er borðað um helgar...

    SvaraEyða
  7. Nei sleppur ef þetta er borðað hámark einu sinni í viku í hófi.

    SvaraEyða
  8. Kannski er eina skiptið sem hann borðar þetta í miðri viku?

    SvaraEyða
  9. Kannski á viðkomandi við að þessi skyndibiti sé dýr á heilsuna!!!!!!!!!!

    SvaraEyða
  10. Hvaða rugl er þetta? Maðurinn er að tala um okur á hamborgaramáltíðum. Hvaða andsk*** máli skiptir hvort það sé óhollt eða ekki?

    SvaraEyða
  11. Getur kannski verið að þetta snúist um það að óhollur matur sé alltof ódýr á meðan hollur matur er of dýr. Boðið upp á 50% afslátt um helgar á nammibörum landsins en aldrei neinn reglubundinn afsláttur af ávöxtum,grænmeti,harðfiski og annari hollustu.

    Mér finndist að verðið á svona óhollri drullu ætti að vera lágmark 1500kr

    Endilega svo koma með okurdæmi af einhverju sem venjuleg heilbrigð manneskja lætur oní sig.

    SvaraEyða
  12. Ef einhver er mikið fyrir skyndibita þá mæli ég eindregið með kjúklingasalatinu hjá American Style. Mjög bragðmikið en rosaleg hollt.

    SvaraEyða
  13. Neytendur ráða verðlagi. Gangið út af okurbúllunum án þess að versla. Það eru réttu skilaboðin, þau skiljast.

    SvaraEyða
  14. Endlaust fyndið þegar fólk vælir undan "okurbúllum". Það ætti aðeins að íhuga hvað allt hráefni kostar (sérstaklega hjá stöðum sem reyna að leggja uppúr því að vera með gott hráefni), ásamt því að staðurinn fái einhvern gróða út úr rekstrinum. Sumir staðir eru jú óþarflega dýrir. En 1000 krónur fyrir hamborgatilboð er ekki óeðlilegt miðað við verðlag á ÖLLU á Íslandi þessa dagana. Það er ekki þar með sakt að fyrirtækin sem selja þessi tilboð séu "okurbúllur"!

    SvaraEyða
  15. Í tilboðinu í sjoppunni á völlunum er bara hamborgari og kók. Ekki ostur, ekki franskar og ekki kokteilsósa.
    Ef þú tekur það með hjá þeim ertu komin í 1000 kallinn

    SvaraEyða
  16. Jesús! Hver dó og gerði ykkur að íþróttaálfum! Hverjum er ekki andskotans sama um hvort að maturinn sé óhollur eða ekki! Hringið í vælubílinn og tuðið þar almáttugur!

    Annars verð ég að segja að ég er hjartanlega sammála fyrsta ræðumanni. Hamborgara tilboðin í dag eru svo langt frá því að vera tilboð! Frekar fer ég í bónus og kaupi mér borgara og steiki í hádeginu í mötuneitinu í minni vinnu.

    SvaraEyða
  17. Ég er hjartanlega sammála ykkur að hamborgaratilboðin eru orðin alltof dýr...
    En eigum við eitthvað að fara að ræðaa pylsutilboðin sem kosta nánast það sama!?

    SvaraEyða