laugardagur, 22. janúar 2011

Að borga fyrir að borga

Hér er smá ábending.
Hér á heimilinu var að detta inn um lúguna Álagning vatns- og fráveitugjaldayfirlit.
Ég rak augun í eitt atriði sem ég er alls ekki sáttur við en þar sem um OR er að ræða ætti það ekki að koma á óvart.
Á seðlinum stendur: „Ofan á mánaðarlega greiðslu leggst tilkynningar- og greiðslugjald kr. 87,- þar af er vsk. kr. 18,-“
Ef við reiknum með 100 þúsund heimilum í viðskiptum við OR er þetta dágóð summa sem verið er þarna að rukka neytendur um mánaðarlega og það fáránlega er að það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en svo að nú eigi almenningur, neytendur, að borga fyrir að greiða reikningana frá OR! Reikninga sem í flestum tilfellum fara sjálfsagt í heimabanka og áreiðanlega drjúgur hluti í greiðsluþjónustu. Mér reiknast svo til að þarna geti verið um 100 milljónir á ári að ræða. Og ef þetta er ekki að koma aftan að neytendum þá veit ég ekki hvað á að kalla þetta.
Er þetta heimilt?
Allavega er þetta ekki í lagi. Það er að minsta kosti klárt að ef OR þarf einhverntímann að kaupa þjónustu af mér þá hlýtur mér að vera heimilt að skella svona 10 þús kall ofan á reikninginn svo þeir allra náðarsamlegast fái að borga.
Vildi vekja athygli á þessu.
Með kveðju,
Þorsteinn Úlfar Björnsson

3 ummæli:

  1. Góð ábending og löngu tímabært að vekja athygli fólks á svo siðlausri gjaldtöku.

    SvaraEyða
  2. Alveg sammála þér. Þetta er auka skattlagning sem þessi stofnun setur á okkur og fetar þar með í spor fjölmargra fyrirtækja sem ná sér í aukapening á fölskum forsendum.

    SvaraEyða
  3. Er ekki í lagi með ykkur bankinn tekur þetta fyrir að senda reikninginn og með mitt fyrirtæki bið ég fólk að millifæra ef ég sendi reikning bætist 500 kr í greiðslugjald en í heimabanka 100 k r

    SvaraEyða