miðvikudagur, 5. janúar 2011

Óánægð með skóviðgerð

Ég hef nú ekki skrifað hér áður en verð að koma því á framfæri sem ég upplifði um daginn, október 2010. Þurfti að láta setja nýja rennilás á leðurstígvél sem ég er búin að eiga í nokkur ár og var bent á skóvinnustofu Hafþórs í Garðastræti. Fór þangað og maðurinn sem afgreiddi mig sagði að það kostaði 7000 kr að setja rennilás í bæði stígvélin. Fannst þetta svoldið dýrt en sló til þar sem mikið var eftir stígvélunum, ég var beðin um að borga fyrirfram helming eða allt sem ég og gerði. Kom svo c.a. viku seinna og náði þau. Tveimur viku seinna tek ég eftir að rennilásin er að losna frá leðrinu á smá bút greinilega verið of grunnt saumað. Fór með þau og sá sami og ég hafið talað við áður lagaði þetta eins og skot. En þar með byrjaði ballið þegar ég er búin að vera í þeim í 1-2 vikur tek ég eftir að rennilásin er að byrja að rifna á sama stigvéli og var áður til vandræða. Fór með þau eins og skot og fékk vægast sagt ömurlegar mótttökur, dylgjur um að þau hlýtu að vera of þröng. Mátaði þau á staðnum og þar með var það úr söguni. En að þeir vildu taka ábyrð á að rennilás sem var settur í mánuði áður af þeim væri gallaður, kom ekki til mála. Buðu mér að laga þetta fyrir 6000 kr, þar sem að setja rennilás í kostaði nú 8400 kr - sem sagt, hafði hækkað um 1400 kr á einum mánuði, góð verðhækkun það. Eftir þras og rifildi þar sem ég vildi láta þá bera ábyrgð á sinni vinnu og laga þetta mér að kostnaðarlausu, sem kom ekki til mála, strunsaði ég út og var illilega misboðið og mun ekki eiga viðskipti við þá aftur og reyni að segja sem flestum frá þó ekki væri nema frá verðhækkununi.
Bestu kveðjur, Ingibjörg

1 ummæli:

  1. Lenti í mjög svipuðu á þessum stað. Verð enn pirruð þegar ég labba framhjá þessari skóvinnustofu.

    SvaraEyða