laugardagur, 15. janúar 2011

Dónaskapur á verkstæði Pfaff

Ástæðan fyrir því að mig langar til að setja inn innlegg hérna er sú að fyrir stuttu keypti ég Sennheiser heyrnatól í Elko, ekkert merkilegt með það annað en að mánuði seinna þá var snúran við jackinn orðin ber sem þýddi að eftir örlitla notkun í viðbót færi hún í sundur og það þyrfti að skifta um jack (sem er ekkert mál og ég myndi bara gera það sjálfur en vírarnir voru þannig að það reynist erfitt.)
Allavegana þá fer ég niður í elko og bið um annaðhvort viðgerð eða ný heyrnatól þar sem ég var bara búinn að eiga þau í mánuð. Starfsmaður Elko segir að það þurfi að senda þau í Pfaff þar sem þeir eru með umboðið fyrir Sennheiser og segir að ég get farið með þau sjálfur niður eftir svo þetta taki styttri tíma. Ekkert mál, ég geri það og bíð eftir afgreiðslu í Pfaff og þegar kemur af mér er ég sendur niður á verkstæði (orðin dálítið pirri pirr á að skutlast út um allt.) Ég geri það og á verkstæðinu mætir mér starfsmaður sem veit ekkert og segist þurfa að spyrjast fyrir um þetta. Ég bíð eftir öðrum starfsmanni sem kemur til baka og horfir í augun á mér og segir "Nei við tökum ekki við þessu" ég segi undrandi "nú? afhverju ekki, ég er búinn að eiga þau í mánuð og snúran er ber.." Varstu í flugvél? segir hann með dónalegum tón.
Nei. svara ég og segi að ég nota þau bara í vinnuni.
Þá rífur starfsmaðurinn upp snúruna og opnar hana enn frekar og þar afleiðandi ekki nokkur leið fyrir mig að reyna að halda þessu saman með teipi sem var plan B hjá mér. Hann segir "þetta er það sem þú ert búinn að vera að gera og þar afleiðandi er þetta þér að kenna og við lögum þetta ekki."
Ég segi nú bara satt að ég er búinn að vera í víðum vinnubuxum og enginn óvenjulegur tegjanleiki eða óvenjuleg notkun á tólunum. Hann segist ekki trúa mér og tekur dæmi um það að ef hann kaupir bíl og klessir hann á vegg þá á hann engan rétt á að láta gera við hann.
Sem er svo sem rétt en þetta dæmi er bara ekkert í samanburði við heyrnatól og í þokkabót er hann með dæmandi augnaráð og dónaskap allan tímann.
Þetta gerði mig mjög reiðann og ég strunsaði út og núna eru heyrnatólin bara uppí hillu.
Ég hefði bara sætt mig við það allt saman með engum pirring hefði hann sagt "við getum gert við heyrnatólin fyrir þig fyrir þetta verð ..bla bla bla..
en því miður getum við ekki gert það frítt þar sem ábyrðin nær ekki yfir svona skemmd." Sem myndi bara láta mig segja "léleg heyrnatól þar sem það er bara hægt að nota þau í mánuð og svo þarf að gera við, takk og bless."
Ultimate niðurstaða er sú að ég versla aldrei við Pfaff þar sem bara dónaskapur mætir manni þar.
-Aron

21 comments:

 1. léleg þjónusta en svona yfir höfuð eru Sennheiser heyrnartól talin vera mjög góð og vönduð vara þannig að eitthvað hefur þú gert til að taka svona snúru í sundur, það gerist einfaldlega ekki bara án krafta.
  Hef átt Sennheiser heyrnartól í mörg ár og þau hafa dottið 100 sinnum í parket og snúran vafist endalaust oft um tölvustólin þannig að hún er orðin helmingi lengri en þegar ég fékk þau og mini-jackinn búinn að beyglast oft og ég beyglann bara aftur til baka. Þau virka enþá fínt í dag.

  SvaraEyða
 2. Hef átt 2 heyrnatól frá þessum framleiðanda,fyrra lítil bakvið eyra fór snúran alveg í sundur við innstunguna eftir rétt um rúmlega hálfs árs notkun. Hin voru stærri og eftir hálft ár hætti hljóðið að koma vinstra megin.

  Ég hef átt mörg heyrnatól sem mér þykja alveg stjarnfræðilega dýr fyrirbæri og þau eiga það öll sameiginlegt að eftir hálft ár eða svo dettur hljóðið út öðru megin.

  DRASL!!!!!

  SvaraEyða
 3. Ég er á öðru parinu núna á einu ári af Sennheiser in ear heyrnatólum. Lenti í þessu með snúruna á þeim fyrstu eftir tveggja mánaða notkun og fékk ný í staðinn (hjá Eymundsson á Akureyri) og hef verið með þau í ca 4 mánuði. Í síðustu viku fór svo hljóðið í vinstri tólinu bara allt í einu. Hef verið mjög passasamur með þau í allri notkun af því þetta eru nú frekar dýr heyrnatól.

  Veit ekki hvort ég leggi í að fara á verkstæðið með þetta ef maður má búast við þessum móttökum.

  SvaraEyða
 4. Af hverju þurfa góð heyrnatól að kosta lágmark 5000kr og allt upp yfir 10 þús ?

  SvaraEyða
 5. Ég lenti í svipuðum dónaskap þegar ég þurfti að fara með Pfaff saumavél á verkstæðið. Starfsmaður sagði varla orð við mig heldur hrifasði af mér vélina án þes að spyrja mig yfirleitt af hverju ég væri að koma með hana, henti í mig miða þar sem stóð hvenær ég mætti sækja hana og lét sig svo hverfa.
  Ég hringdi sjálf inn í Pfaff til að kvarta yfir framkomu starfsmannsins en það er komið rúmt ár síðan svo það hefur greinilega ekki skilað sér.

  SvaraEyða
 6. Keypti HD600 í Pfaff fyrir 12 árum síðan. Nota þau daglega og þau virka 100%. Það þarf þó að skipta út snúrunni á nokkura ára fresti. Hef enga skoðun á þjónustunni í Pfaff en vildi þó koma þessu að með Sennheiserinn ;)

  SvaraEyða
 7. Fór með heyrnatól í viðgerð þarna fyrir 5 árum síðan og var tekið mjög vel og það var meira að segja gert við þau frítt þó að ég hafi verið búinn að týna nótunni. Þjónustan greinilega breyst.

  SvaraEyða
 8. Hef góða reynsla af þjónustunni á verkstæðinu hjá Pfaff. Fyndið niðurlagið '' Ultimate er sú að ég versla aldrei við Pfaff þar sem bara dónaskapur mætir manni'' en frásögnin ber með sér að þú ætlaðir aldrei að versla við pfaff en vildir ólmur að þeir redduðu þér af því Bónusbúðin bauð lægra verð en enga þjónustu.

  SvaraEyða
 9. ÉG hef hrikalega góða reynslu af Seinnheiser heyrnatólum. Hef átt HD595 í 8 ár og hef notað þau næstum daglega á þeim tíma. Þau virka 100%!

  Hef tvisvar farið í PFAFF með minijack - jack breytistykki sem ég þarf að nota með heyrnartólunum. Þeir hafa látið mig fá nýtt stykki í bæði skiptin (án þess að borga krónu).

  SvaraEyða
 10. er bara einfallt þeir sem eru að lenda í því að heyrnartól eru að bila 1-2 ári hjá þeim eru einfaldlega bara að fara illa með þau. Það er allavega mín skoðun.
  Finnst það frekar kjánalegt að ætlast til að fá ný heyrnartól þegar snúran er slitin. Klárlega eftir slæma notkun.

  SvaraEyða
 11. Fór með pabba mínum þarna um daginn, spurði hvort þeir ættu varahlut sem mig vantar.
  NEI, ekki til. Veistu hvort einhver annar gæti verið með þetta?
  NEI, ekki hugmynd. Snéri mér að öðrum sölumanni.
  NEI, ekki hugmynd.

  Fékk sterklega á tilfinninguna að nærvera okkar í annars tómri búðinni væri sérstaklega óæskileg. Ætla að fara eftir henni.

  SvaraEyða
 12. Gæðastimpillinn á Sennheiser er bara það mikill að það er ekki fræðilegur möguleiki að þetta bili og snúran slitni nema við ranga notkun.
  Er með Sennheiser HD25 í stúdíóinu mínu og það hafa nú margir komið þangað og notað heyrnatólin við upptöku á söng eða voiceover fyrri auglýsingar og ég er búinn að eiga þessi heyrnatól í mörg ár og sér ekki á þeim.

  Svo tek ég alltaf annað par með mér út í göngutúr og svoleiðis með ipoddinn í vasanum og snúran auðvitað ofaní honum og maður er oft að skokka og svoleiðis og snúran hefur bara aldrei klikkað.

  Ég trúi þessu ekki uppá Sennheiser að þetta sé að gerast nema við verulega ranga notkun.

  Btw þá eru pfaff starfsmennirnir amk í hljóðdeildinni uppi alltaf mjög skemmmtilegir þegar ég kem, aldrei lent í leiðindum við þá.

  SvaraEyða
 13. M.V. önnur heyrnatól sem ég hef átt eru Sennheiser verst í endingu bara dýrt drasl sorrý.

  SvaraEyða
 14. Starfsmenn Pfaff að fara á límingum hérna í commenta kerfinu.... þeir þurfa að vera eithvað þroskaheftir víst að þeir sáu sér ekki hag í að redda snúrunni fríkeypis, tekur vanan mann svona 5mín, og varahlutir væru svona 50-100kr eru með starfsmenn sem að annars væru bara að bora í nefið... Besta og ódýrasta auglýsinginn er customer service, hvort sem að kúnnin hafi rétt eða eða rangt fyrir sér

  SvaraEyða
 15. Sennheiser heyrnartól eru flest ef ekki öll með snúru sem er stungið í tólin og eigandinn getur skipt um sjálfur. Þær voru ekki dýrar síðast þegar ég vissi.

  Snúrurnar eru grannar og sveigjanlegar en þola illa að það sé togað í t.d. þegar hún er tekin úr sambandi. Þetta á við um flestar venjulegar hljóðsnúrur og reyndar snúrur yfirleitt.
  Fæstir myndu sennilega vilja hafa svera og stífa kapla í heyrnartólin þó endingin væri betri.

  Ef ekki var togað reglulega í leiðsluna til að aftengja, má ætla að þessi tiltekna snúra hafi verið gölluð.

  PS. ég tengist á engan hátt Pfaff. Með ósk um farsæla úrlausn.

  SvaraEyða
 16. Fyrir þá sem telja Sennheiser gæðastimpilinn æðislegan vil ég benda á eftirfarandi síðu:

  http://mikebeauchamp.com/misc/sennheiser-hd-555-to-hd-595-mod/

  Hér er sýnt hvernig Sennheiser gerir HD555 heyrnatólin sín viljandi verri en þau eru, og hvernig hægt er að breyta þeim í HD 595.

  Það er sami hátalari í þeim, en HD555 heyrnatólin eru blokkuð með svampi til að þau séu verri en HD 595.

  -Kolbeinn Hugi

  SvaraEyða
 17. Ég er með sennheiser HD218 og mig grunar að það sé það sama týpa og flestir sem eru að kvarta yfir hérna. Málið með þessi headphone er að þau eru auglýst að þau séu hentug til að spila tónlist og þá sérstaklega í tónhloðum, en jack snúran þolir alls ekki viðveru í vasa. Snúran mín dugði ekki í 4 mánuði (n.b. þá var hún mikið notuð við Ipodinn minn) og þegar ég fór með þau í viðgerð þá var mér tjáð að það væri ekki hægt að skipta um snúru og þetta félli ekki undir ábyrgð framleiðanda, það þótti mér sárast.

  SvaraEyða
 18. Hér á heimilinu eru búin að fara 2 pör af Sennheiser HD 202 á rúmu ári. Án óeðlilegrar notkunar. Okkar reynsla er því miður að þetta er dýrt drasl.

  SvaraEyða
 19. Lenti örugglega á sama starfsmanni um síðustu jól, ætlaði að fara með 20+ ára saumavél sem ég keypti notaða í viðgerð og þetta endaði með því að ég var þjófkennd. Ekki hrifin af þessu verkstæði.

  SvaraEyða
 20. Þjónusta snarversnað síðan konan hjá Samtökum Verslunarinnar tók við stórnartaumunum, nú er Pfaff einnig búið að missa umboð fyrir Candy þvottavélarnar góðu.

  SvaraEyða
 21. Hef þetta að segja up Pfaff: Frábær þjónusta þegar ég verslaði mér heyrnartól. Skelfileg þjónusta á verktstæðinu þegar þau þurftu viðgerð nokkrum mánuðum seinna (snúran slitnaði frá jack vegna minna mistaka).

  SvaraEyða