Í Smáralindinni, í ganginum við kassana í Hagkaup, er nú komin tóbaksbúðin Júbí. Þar eru seldar rafsígarettur, vatnspípur og allskonar framandi tóbak til að setja í þær. Í óspurðum fréttum tjáði starfsmaðurinn mér svo að þarna fengjust ódýrustu sígaretturnar í bænum: 810 kall pakkinn af Marlboro, Camel o.s.frv., og eitthvað ódýrara af Gold coast og slíku. Getur einhver toppað þetta?
Dr. Gunni
Pólska búðin á Laugavegi toppar þetta. Búðin er gegnt Bónusi á Laugavegi 61.
SvaraEyðaFinnst ykkur rétt að auglýsa þetta eitur hérna ?
SvaraEyðasammála, það er bannað að auglýsa tóbaka og að mínu mati er verið að því hér með óbeinum hætti.
SvaraEyðaIss, þetta er ekki auglýsing, verið að benda fólki á ekki okur! Má það semsagt bara með suma hluti? Á núna að fara að ritskoða þetta? Sumir vilja reykja og það er bara ekki ykkar mál svo lengi sem þeir eru ekki að blása þessu framan í ykkur!
SvaraEyðaÞessi síða, að mínu mati, fellur ekki undir íslensk lög þar sem hún er hýst erlendis af google fyrirtækinu.
SvaraEyðaEn það er frábært að vita af því að hægt sér að kaupa vatnspípur þarna og tóbak í þær :)
Mjög gott mál. Þó ég reyki ekki sjálfur styð ég reykingamenn í sinni baráttu fyrir einstaklingsfrelsi.
SvaraEyðasöluturninn og vídeóleigan á grundarstíg í þingholtunum var síðast þegar ég vissi með pakkann á tæplega 800-kall...
SvaraEyðaVerð einfaldlega að segja að mér finnst e-ð furðulegt við það að þessi reykingabúð sé staðsett þarna; við hliðina á Latabæjarbíóinu...
SvaraEyðaÉG skal toppa þetta:
SvaraEyðaEkki kaupa styttra líf og heilsuvandamál á okurverði.
Sunnubúð í Lönguhlíð var með pakkann á 760 kr síðast þegar ég fór þangað, sem var fyrir 2-3 mánuðum....
SvaraEyðanammi.is í smáralind selur líka sígarettur á 810 kall. varð mjög hissa þegar þeir lækkuðu verðið úr 890 í 810 en þarna er skýringin.
SvaraEyðaPólska búðin í Eddufelli selur pakkann á 799.
SvaraEyðapólska búðin "ódýrt" á laugavegi selur pakkann á 760kr.
SvaraEyða