fimmtudagur, 17. desember 2009

Hylki ódýrari í Elko

Ég fór í dag að kaupa litahylki í prentarann minn. Í Eymundsson kostar hylkið 2990 kr. sem mér fannst dálítið mikið, svo ég hringdi í Elko og bað um verð í sömu hylki, þeir hafa nákvæmlega sömu hylki á 1800 kr. Ég þarf að kaupa 5 hylki í prentarann hjá mér, svo ég sparaði umtalsvert á því að skreppa aukarúnt í Elko. Prentarinn hjá mér er Canon pixma mp630.
kveðja,
Gestur

2 ummæli:

  1. Sammála. Litir er ódýrari í Elkó en t.d. A4 Smáratorgi. Munar ca. 1000 kr. á lit.

    SvaraEyða