Ég er enn í áfalli eftir heimsókn á Pizza Hut í gærkveldi í Smáranum, hefði þurft áfallahjálp þegar kom að því borga reikninginn. Við vorum þrjú og keyptum eina stóra pizzu sem gefin er upp fyrir þrjá (svipuð að stærð og miðst. hjá Dominos). Þar sem barn var í hópnum og vildi pepperoni á sína pizzu þá skiptum við henni 1/2 með pepperoni og hinn 1/2 rjómaostapizza samkvæmt matseðli, brauðstangir fylltar 1 skammt, hvítlauksbrauð lítill (2 sneiða smurðar með hvítlaukssmjöri og hitað)
og 1 kanna af Pepsi. Reikn. var svona Sundurliðað
Margarita pizza stór 0,5 3.490kr. = 1.745.-
pepperoni stórt 0,5 580kr. = 290.-
Rjómaostapizza 0,5 5.580kr = 2.790.-
Brauðstangir fylltar l.690kr = 1.690.-
Hvítlauksbrauð lítill 680kr = 680.-
Pepsi kanna 990kr = 990.-
SAMTALS KR. 8.185 kr.
Ég þarf ekki að taka það fram að á þennan stað fer ég og mitt fólk ALDREI aftur. Ég ætla að taka það fram að auðvita átti ég að lesa betur yfir matseðilin en hann er ekki með verðum fyrir aftan hverja tegund heldur eru verðin fyrir ofan og mér fannst hann ekki þannig úr garði gerður að auðvelda neytenda að átta sig á hvað verðið var fyrir hverja tegund fyrir sig.
Með kveðju,
Stella Halldórsdóttir
http://okursidan.blogspot.com/2009/09/verkonnun-pizzum-ger-ann-192009.html
SvaraEyðaÞað hefur komið hér áður fram að Pizza hut er dýrasta pítsapleis landsins. Sjá könnun hér að ofan.
Það er mjög dýrt á Pizza hut en það er líka góður matur þar og ekki eins og allir aðrir pizzastaðir. Það sem mér finnst líka frábært er að það standa verðin við hvern einasta rétt á matseðlinum svo maður þarf ekki að vera hissa þegar kemur að því að greiða fyrir matinn.
SvaraEyðaFrekar fer ég á Eldsmiðjuna og fæ alvöru pizzu sem ekki er löðrandi í fitu og borga minna fyrir. Þar er einnig hægt að fá spelt botn sem er æði.
SvaraEyðaSvo týpiskt af íslendingum að skoða ekki verðið áður en þeir kaupa eithvað. það þarf nu ekki háa greindarvísitölu til að slumpreikna verðið í huganum , hvað þá að standa upp og labba út þegar það fyrsta sem maður sér er Margarita pizza 3.490. ofan í það þá er það búið að vera endalaust í umræðunni að Pizza Hut er dýrasta pizzabúlla á klakanum ..
SvaraEyðaStaðurinn gerir bara út á túrista. Þreyttir túristar koma og lenda á klakanum svangir eftir flug. Sjá pizza hut rétt hjá og hoppa þangað inn. Fá svo sjokk þegar heim er komið og þau reikna út hvað kostaði að borða þarna í sínum gjaldmiðli.
SvaraEyðaMjög gott "first impression"
Pizza hut er bara í sama verðflokki og Dominos vanalega.
Vita ekki allir að þetta er dýrasti pizza staður landsins? Ég fór þarna inn einu sinni fyrir mörgum árum síðan, og það fyrsta sem ég sá var verðið á margarita pizzu - sem var auðvitað alveg hlægilega hátt! Var snöggur að standa upp og fara annað!
SvaraEyðaFólk verður að taka ábyrgð á því sjálft að athuga hvað hlutirnir kosta í staðinn fyrir að grenja eftirá! Hinsvegar er þessi reikningur vissulega fáránlega hár...
Ég fór á Pizza Hut um daginn en gekk út eftir að ég sá verðin. Manni finnst alveg ótrúlegt að fólk versli þarna.
SvaraEyðaPizza Hut var alltaf uppáhalds pizzastaðurinn minn en ég hef einmitt ekki farið þangað í örugglega einhver 8 ár út af verðinu þarna. Þær eru ekki það góðar !
SvaraEyðaÉg labbaði út þarna með konu mína og barn þegar ég sá matseðilinn.. og sagði þjóninum kurteisislega að þetta væri dónalegt verð.
SvaraEyðaHér er einn sem segir að Pizza Hut sé í sama verðflokki og Domino's....Það er einfaldlega rangt. Það er hægt að kaupa pizzu á Pizza hut sem kostar hátt í 7000 krónur. Dýrasta pizzan sem ég veit um hjá Domino's kostar 3600 svo ég skil ekki alveg þessa fullyrðingu viðkomandi kommentara...
SvaraEyðaVið fórum hópur fyrir nokkru og vorum komnir vel fyrir lokunar tíma.
SvaraEyðaFyrst þurfti maður að biða eftir að þjónn komi og bjópi manni sæti í a.m.k 10 mínútur, svo kom þetta eftir dúk og disk. Og svo eins og hinir sögðu, okur verð á pizzum.
Þegar ég sagði í sama verðflokki var ég að meina almennt í heiminum. En hefði já getað betur bent á það. Var bara að tala um málið frá sjónarhorni túrista sem almennt þekkja pizza hut sem ódýra pizzustaði í hinum stóra heimi.
SvaraEyðaAuðvitað eru þeir EKKI í sama verðflokki hér á klakanum okkar.
Er alveg hættur að fara á þennan stað. Ekki bara dýrt heldur einfaldlega mjög vondar pítsur með mjög lélegu hráefni. Þessi ostur sem notaður er á þetta er eins og pappír og pepperóníið er annaðhvort myglað og útrunnið í síðustu fimm skipti sem ég hef farið eða bara skelfilega vont.
SvaraEyðaMæli miklu frekar með öðum pítsustöðum sem kannski eldbaka sínar pítsur og nota eðal hráefni, tala ekki um ef þær eru svo 50-60% ódýrari.
Hrikalegt okur.
SvaraEyðaStærsti hluturinn í hráefninu er HVEITI.
Það er ekki svo dýrt hráefni að það réttlæti verðið á nokkurn hátt. Og svo gos úr vél !!! Come on !
Fólk á að sniðganga svona staði alveg eins og hugsandi fólk verslar ekki lengur í Bónus.
Ég held að þetta verð orsakist af hluta til vegna þess að allt hráefni í pizzurnar þarna er flutt inn frá bretlandi, en engu að síður er þetta fáránlegt okur, ég hef ekki borðað þarna í ca. 4 ár sökum þess hve dýrt þetta er. Mæli með eldbökuðu, eins og t.d. eldsmiðjunni.
SvaraEyðaÉg skil ekki þessa umræðu, Ég er fastur viðskiptavinur á Pizza hut. Fer þar oft í hádeginu því þar er besta verðið kostar 1390 hlaðborð, sem innifelur Pizzur,súpu og salat. svo fer ég oft þangað á kvöldin með fjölskylduna. Maður getur ekki borið Pizza Hut sem er alvöru veitingastaður saman við skyndibita staði með enga þjónustu, ekkert vínveitingaleyfi og gera út frá smá búllum.
SvaraEyðaÆ, æ, þú sem skilur ekki neitt, skildu þetta: PIZZA HUT ER DÝRASTI PIZZUSTAÐURINN Á ÍSLANDI!
SvaraEyðaEldsmiðjan er t.d. alvöru veitingastaður með vínveitingaleyfi og huggulegt sætapláss, og í þokkabót eldbakaðar og miklu betri pizzur en Pizza Hut, samt af einhverjum undarlegum ástæðum "þarf" Pizza Hut að selja pizzurnar helmingi ef ekki tvöfalt dýrar.. Rökin með "alvöru veitingastaðinn" fokin út um gluggann ;)
SvaraEyðaMér fannst Pizza Hut nógu dýrt fyrir hrunið. Þá fór ég mjög sjaldan en leyfði mér það samt einstaka sinnum því mér finnst pizzurnar þar rosalega góðar. Ég hef ekki stigið fæti þar inn núna í rúmt ár eftir að hafa skoðað verðin á heimasíðu þeirra. Þetta er RUGL!
SvaraEyða