mánudagur, 28. desember 2009

Hrifin af Buy.is

Ég uppgötvaði síðuna buy.is á Þorláksmessu þegar ég var að leita að jólagjöf. Ég fann þar akkúrat réttu gjöfina nema samkvæmt síðunni var hún uppseld, ég sendi póst til að tékka hvort það væri möguleiki á að það væri komin ný sending en ætti eftir að uppfæra. Starfsmaðurinn sendi póst strax til baka og sagðist ekki fá nýja sendingu fyrr en eftir jól en þar sem ég væri svo jákvæð og glöð að hann skyldi selja mér aðra dýrari vöru á sama verði.Ég held þetta sé besti díll sem ég hef nokkurn tíman fengið og mæli tvímælalaust með að fólk tékki á þessari síðu. Það munar talvert miklu á verði !
Ég var svo kát með þetta og spurði hvort hann væri jólasveinninn og færði honum After Eight konfektkassa ;-)
Linda

4 ummæli:

  1. Var að uppgötva Buy.is fyrir ekki svo löngu fyrir tilstilli sonar míns, finnst þetta vera alveg snilldarsíða að mínu mati þannig að þetta virðist vera gott framtak hjá þeim :)

    SvaraEyða
  2. Fyrir utan að eigandinn virðist kunna að setja svona fyrirtæki á hausinn. Hann setti víst 2 á hausinn fyrir þetta.

    SvaraEyða
  3. Æi, nafnlaus. Var þetta ekki aðeins of harkalegt?

    SvaraEyða
  4. Verslaði við þá playstation tölvu á besta verði sem ég hef fundið hérlendis.
    Afgreiðslan var til fyrirmyndar! Ég fór mjög sátt!

    SvaraEyða