mánudagur, 28. desember 2009

Okurverð í Sambíóunum

Ég fór í bíó um daginn og í hléinu ætlaði ég að kaupa kók í sjálfsalanum. Ég var með 250 kr. í vasanum og hélt að það myndi duga en það reyndist ekki rétt. Í Sambíóunum í Álfabakka kostar kók í dós 290 kr. (0,33 l) og kók í plasti 340 kr. (0,5 l). Það finnst mér vera okur!!!
Kveðja, Erna.

6 ummæli:

  1. Fór í Smárabíó um daginn og tók með eigið gos og nammi (keypt í Bónus :)) en neyddist til að kaupa popp fyrir unga herramenn. Keypti tvo litla og einn mið, kostaði 720 kr.!!!! Ætla ekki að segja orð meir...
    Kv. Guðrún

    SvaraEyða
  2. Með þessu áframhaldi græða bíóin ekkert á nammisölu. Ég reyna allavega að kaupa mitt nammi áður en ég fer í bíó. Hvað er líka með þetta popp sem þeir selja, það er alltaf ískalt og seigt?!?

    SvaraEyða
  3. Þetta er ekkert meira okur en búið er að vera í mörg,mörg ár. Man eftir að hafa farið í bíó í Bretlandi 2001 að mig minnir og það var bara ekkert ódýrara.

    SvaraEyða
  4. Popp sem er ískalt og seigt er frá deginum áður!!

    SvaraEyða
  5. Fór í bíóferð í London í sumar. Miði, popp og gos fyrir mig og kærustuna kostaði yfir 5.000 krónur.

    Þannig að ótrúlegt en satt, þá er Ísland ekki verst í Bíómálunum :)...

    Samt sammála því að þetta sé algjört okur

    SvaraEyða