miðvikudagur, 2. desember 2009

Hakk og hamborgarar í hverfisverslun

Ég var staddur í ónafngreindri hverfisverslun um daginn og vanntaði nautakjöt. Ég sá að eina nautahakkið í búðinni var merkt SS og New Yorker. Ég greip nautahakkið en sá svo að sami aðili framleiðir tilbúna hamborgara. Ég ákvað að skoða kílóverð á þessum tveim vörum, nautahakk: ca. 1500kr/kg - tilbúnir hamborgarar: 540kr/kg..... Getur þetta verið? Nei það stóðst ekki! Innihaldslýsing á hamborgurunum sagði 2x 125gr hamborgarar = 250gr af kjöti. Samkvæmt því ætti bakkinn af tilbúnum hamborgurum frá SS að kosta 135kr en hann kostaði 540kr. ??? Þá sá ég að þyngd pakkningarinnar var skráð 1000gr en ekki 250gr og þar af leiðandi einingaverð pakkningarinnar 540kr.
Er þetta í lagi???
Takk.
Hissa neytandi.

1 ummæli:

  1. Mögulega ekki náð stærðfræði þeir sem stilltu þessa pökkunarvél :)

    Annars eitt annað furðulegt. Gúllas er orðið oft ódýrara en 100% nautahakk. Virðist hafa verið hækkað verð óheyrilega á 100% nautahakki mögulega til að ýta fólki að kaupa blandaða ruslið sem ræðst nánast á þig þegar þú steikir það af allri fitunni sem er sprautað í það.

    SvaraEyða