Ég er mikill sushiaðdáandi og þar sem sushi er almennt dýrt þá nýti ég mér tilboð óspart. Ætlaði að nýta mér 2 fyrir 1 miða úr gestgjafanum á Sushismiðjuna (þar sem 10 bita bakki kostar 2590kall btw )
50% afsláttur gerir verðið sem sagt sanngjarnt. Á miðanum stendur: gildir mánudaga til fimmtudaga og opið til 22. Þegar ég spyr fyrir fram um miðann til að vera viss segir hann, "nei, gildir ekki á kvöldin"
Helvíti slappt að setja svona takmarkanir sem eru ekki miðanum. Ég gekk auðvitað raklaust út og fékk mér meira, miklu betra og ódýrara sushi á Sushibarnum, Laugavegi. (12 bitar 1750)
Mér finnst þetta okur og léleg þjónusta. Vonandi fer þetta inná okursíðuna þar sem það á heima.
Svona sem ekki okur get ég mælt með Græna risanum í Ögurhvarfi, ódýrt og hollt líkt og Saffran en stærri skammtar fannst mér.
Steinar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli