Ég má til með að vekja athygli á nýopnuðum veitingastað með indversku ívafi: Tandoori, sem er til húsa í Skeifunni 11.
Þar er lögð áhersla á náttúrulegar eldunaraðferðir, framandi keim, einfaldleika, gæði og fagmennsku, ódýran og góðan mat. Karrý, kókos, chili, engifer, garam masala, jógúrt, grænmeti og ávextir er áberandi á matseðli Tandoori en majonessósur, mettuð fita, MSG og sykur eru víðsfjarri. Saltnotkun er í lágmarki, enda hollustan í fyrirrúmi.
Nánari upplýsingar á http://www.tandoori.is/
Margrét
Jónas Kristjánsson segir að tandoori kjúklingurinn þar sé betri en á Saffran en að hann hafi komið kaldur á borðið. Ég myndi nú spara peninginn og fara frekar í staðinn(en sjaldnar auðvitað) á Austur-Indíafélagið.
SvaraEyðaFór að borða þarna um daginn og borgaði 1600 kall fyrir chili kjúlling sem var eiginlega ekkert að með smá hrísgrjónum og smá salati. Ekki 1600 kr virði fannst mér.
SvaraEyðaég fór að borða þarna líka fyrir 1400kr bara fyrir réttin og það voru 4 smá kjulla bitar og restin grjón og vond sósa þið ættuð að skammast ykkar komið svo hingað að auglysa ykkur skamm!
SvaraEyðaps þetta er mesta drullu búlla landsins
Ég át þarna um daginn og fannst þetta mjög rýrt. Ég fer ekki aftur þarna. Samloka sem var sögð matarmikil er ekki nóg fyrir karlmann. Fór á Tælenska á móti og þótti það betra. Skamtar í réttri stærð.
SvaraEyðaVar þarna fyrir helgi og keypti Tandoori réttinn x2 hjá þeim. Þeir hljóta að vera búnir að bæta sig því ég og félagi minn, sem erum nú engir aumingjar þegar kemur að mat, náðum ekki að torga þessu og var afgangur sem nægði í mat fyrir þriðja aðila(tókum rest með okkur).
SvaraEyðaEn kannski vorum við bara svona heppnir?
Já eða þú ert að vinna eða att þennan stað þzð gæti líka útskýrt það hef aldrey hitt neinn sem hefur farið sáttur útaf tandoori
SvaraEyðaÞeir eru búnir að stækka skammtana og btw þá þarft þú ekki að láta það bitna á öðrum þótt að .þú sért ehv fúll!
SvaraEyðaJust Saying