Ég má til með að vekja athygli á nýopnuðum veitingastað með indversku ívafi: Tandoori, sem er til húsa í Skeifunni 11.
Þar er lögð áhersla á náttúrulegar eldunaraðferðir, framandi keim, einfaldleika, gæði og fagmennsku, ódýran og góðan mat. Karrý, kókos, chili, engifer, garam masala, jógúrt, grænmeti og ávextir er áberandi á matseðli Tandoori en majonessósur, mettuð fita, MSG og sykur eru víðsfjarri. Saltnotkun er í lágmarki, enda hollustan í fyrirrúmi.
Nánari upplýsingar á http://www.tandoori.is/
Margrét