Ég var að frétta af Okursíðunni og er með mál sem ég vildi gjarna koma á framfæri. Í gær sendi konan mig til að kaupa farða í Hagkaup í Hotagörðum. Kauptu áfyllingu sagði hún og rétti mér dollu sem merkt var HR. Áfyllingu, sagði ég. Er dollan tekin og gumsinu sprautað í hana? Kauptu bara áfyllingu endurtók hún. Ég sá mitt óvænna og stakk dollunni í vasann. Þegar í Hagkaup var komið tók brosandi starfsmaður á móti erindi mínu, leit á botn dollunnar og fór svo að leita að því sem ég átti að fá. Því miður sagði hún eftir að hafa rótað í skúffu, engin áfylling til. Skítt með það sagði ég, dollan án innihalds getur varla kostað mikið. Hvað kostar hún annars? Rúmlega tvö þúsund sagði starfsmaðurinn. Ha, sagði ég, kostar dollan rúmlega tvö þúsund. Hvað kostar hún þá með innihaldinu. Sjö þúsund og átta hundruð. Ég leit á dolluna og reyndi að gera mér grein fyrir hvað innihaldið væri þungt. Varla nema örfá grömm. Mér ofbauð og ég ákvað að reyna að kynna mér hvað svona vara kostar út úr búð í Bandríkjunum. Ég gef mér það að þar sé þessi vara framleidd. Veit einhver hvort einhver leið er til að gera samanburð á vöruverði hér og í Bandaríkunum?
Oddur