miðvikudagur, 30. júní 2010

Bestu paprikur í heimi!?

Ég var að koma úr Hagkaupum þar sem er verið að selja lífrænt ræktaðar paprikur frá Sunnu Garðyrkjustöð í pökkum af tveimur saman. Ég leit ekkert á verðið, enda varla geta paprikur kostað mikið, þó þær séu lífrænt ræktaðar og allt saman. Þetta hljóta að vera bestu paprikur fyrr og síðar (á eftir að prófa) því einn pakki kostar litlar 1229 kr! Síðan til að bæta gráu ofaná svart var mér meinað að skila vörunni, jafnvel þó ég hefði beðið um það strax, vegna reglna frá Heilbrigðiseftirlitinu. Ég vigtaði þessar paprikur sem reyndust vera um 300 g sem þýðir að kílóverðið er 4096 kr! Þeir hljóta að gefa paprikunum nautakjöt til að réttlæta þetta verð!
Kveðja,
Ívar

3 ummæli:

 1. Settu mold í pott, vökvaðu vel og settu svo fræ úr paprikunni í moldina, settu pottinn út í glugga.

  SvaraEyða
 2. hahhahaha, gott komment! flóknir hlutir gerðir einfaldir, það er málið!

  SvaraEyða
 3. Ég veit að þetta er gamalt, en það er rétt að það má ekki skila matvöru sem fer út úr búðinni vegna strangra reglna frá Helbrigðiseftirlitinu. Varðandi paprikurnar þá getur þetta varla verið rétt verð þar sem kg. verð er oftast í kringum 5-600 kr. hjá hagkaup og ég trúi varla að 2 papríkur geta verið 2kg?

  Þar sem þetta er langt síðan og lítið sem getur verið gert við því hefðirðu átt að checka á strimilinn og checkað hvað starfsmaðurinn vigtaði papríkurnar á...þar sem mistökin hljóta að liggja þar..:O

  SvaraEyða