Svoleiðis er að ég lenti í smátjóni með bílinn minn um daginn og var bent á að fara á Réttingarverkstæði Hjartar á Smiðjuvegi 56 í Kópavogi. Fór þangað og þeir tóku bílinn strax og löguðu það sem þurfti að gera, skiptu um húdd, framrúðu, sprautuðu svolítið og svona. Lofuðu bílnum út á föstudegi og stóðu við það. Heyrðu, svo sæki ég bílinn eftir hádegi og varð heldur betur hissa, búið að sprauta frambretti og laga rispur og högg hingað og þangað sem ég hafði ekki beðið um. Borgaði minn reiking án þess að vera rukkaður aukalega fyrir það sem hafði verið gert aukalega. Geng glaður út í minn bíl og varð enn meira hissa, búið að þrífa bílinn hátt og lágt að innann!! Þjónusta sem ein og sér hefði kostað nokkra þúsundkalla á bónstöð. Frábær þjónusta í alla staði og ég mæli hiklaust með þessu verkstæði.
Baldur
Já, ég get líka mælt með þeim. Var keyrt aftan á bílinn minn í desember og ég fór til þeirra. Þeir sköffuðu bílaleigubíl á meðan og viðgerðin tók bara 3 daga. Fékk bílinn svo tandur hreinann og fínann þegar ég sótti hann. Svo var viðmótið gott.
SvaraEyðaÞórður A.
Ég fór einu sinni með minn þangað, frábær þjónusta og þeir löguðu einmitt meira en ég bað um og borgaði fyrir. Alveg frábært verkstæði og fær toppeinkunn frá mér!
SvaraEyða