Var að koma úr hjólatúr neðan úr bæ með tveggja ára dóttur mína. Settumst inn á Café Paris og ég pantaði (án þess að líta á matseðilinn) kaffi (regular), kókómjólk og ristaða brauðsneið með osti og smjöri fyrir dóttur mína. Ekki var það fleira í þetta skiptið. Þegar ég fer að borga og sé hvað þetta kostar er mér þó næstum öllum lokið. Fari það lóðbeina andskotans helsjóðandi leið í kjallara þess neðra að borga 590 kr fyrir ristaða brauðsneið úr Bónus. C´mon! Það er hugsanlegt að eigendur staðarins vilji flæma hjólandi vesturbæinga út af kaffihúsinu sínu, þó ég ætti erfitt með að sjá hvaða mótívasjón stæði þar að baki. Hugsanlega gæti ástæðan verið sú að hjólið sem ég kom á var blátt að lit. Það er í það minnsta jafn absúrd og verðið fyrir brauðið.
Baráttukveðjur,
Kristján Þór
mér finnst þetta nú ekki vera mikið fyrir kaffi, kókómjólk og brauð - sorrý
SvaraEyðaÞað er nú í lagi að lesa pistilinn áður en menn hella úr viskubrunninum. Það er brauðsneiðin sem kostaði 590 krónur, eftir því sem þarna stendur.
SvaraEyðajá, þetta væri mikið ef afgreiðslufólkið fengi ekki greidd laun, ef leigan á húsnæðinu væri ókeypis, ef ekki þyrfti að borga leyfisgjöld (td. fyrir að fá að selja mat og áfengi), ef ...
SvaraEyðaMatur á svona stöðum hefur hækkað mikið í verði, sem veldur því að maður kaupir frekar í bónuskrónukost-búðunum og smyr sínar brauðsneiðar sjálfur. Um daginn keypti ég 0,5L maltdós á 300kr á Umferðarmiðstöðinni sem í lágvöruverslun kostar rúmlega 100kr
SvaraEyðaPff, léleg rök og engan veginn að réttlæta það að selja brauðsneið á 590 kr...
SvaraEyðadjók. ein brauðsneið úr bónusbrauðplastpoka kostar 13 kr.
SvaraEyða...þetta var ætlað til nafnlauss nr 3
SvaraEyðaSvona okurprízar eru til skammar.
SvaraEyðanafnlausir allra blogga sameinist!
SvaraEyðaShutt up gaur. EIn fokking brauðsneið á 590 er ripp offff hallo það er 28 sneiðar í bónus brauð.
SvaraEyðaBrauðsneið í Bónsu 8 krónur
Ostsneið ostur í sneiðum 26 krónur
Smjör klípa 3 krónur.
Samtal 37 Krónur innkaupsverð með VSK
Það er frítt að borða fyrir börn á þriðjudögum á Café París. En já hrikalegt verð á ristuðu sneiðinni.
SvaraEyðaÞú þarna nafnlaus. Ég var hérna fyrstur!
SvaraEyðaÞetta er túristaverð. Ekkert skrýtið að miklar tekjur koma inn af túristum, og að þegar maður heimsækir heimalandið finnst manni að verið sé að okra á manni. Það er ekki eins og maður eigi eldhús í vesturbænum!
SvaraEyðaÉg held að smjörið sé nú aðeins dýrara Elli, líklega um 12-14 kr. í innkaupum með vsk. þannig að við erum að tala um hráefniskostnað uppá ca. 50,-
SvaraEyðaMér þætti eðlilegt að greiða kannski 250,- til 280,- fyrir þessa ristuðu brauðsneið.
Þessi álagning er auðvitað til þess gerð að fæla fjölskyldur frá. Ekkert annað.
þette er nú meira ruglið , eru þið öll að vinna frítt ??? þarf ekki að borga ykkur laun fyrir ykkar vinnu .það þarf að borga allstaðar sem þið komið það er ekkert frítt í þessum heimi ....nýskupúkar
SvaraEyðaWhat? Hvaða vitleysingur var nú þetta???
SvaraEyðaCAfe Paris er bara fyrir CafeLatte101 rottur á styrkjum hins opinbera eða hreinlega á eilífðarstyrkunm....á þingi!
SvaraEyðaEkki íþyngir virðisaukaskatturinn, veitingahúsin fá niðurgreiðslu á honum. Þau greiða aðeins 7% vsk. af seldum veitingum, til að geta boðið uppá ódýrari veitingar.
SvaraEyðasko, það eru engin rök að réttlæta verð á ristaðri brauðsneið=590 kr. með því að það þurfi að borga starfsfólki. ég geri ráð fyrir því að það þurfi ALLS STAÐAR að borga starfsfólki, og ristað brauð er samt ekki á 590 kr. á öðrum kaffihúsum. Eðlileg álagning sem gerir ráð fyrir rafmagni, húsnæði og launakostnaði er bara ákv. % en ekki bara HVAÐA VERÐ SEM EIGENDUM DETTUR Í HUG. Takk fyrir að benda á ristaðbrauðsokrið!
SvaraEyðajújú Heiða það er nú málið það er frjáls álagning á þessu landi okkar. ef eigendur staðarins vilja selja ristað brauð með smjöri og osti á kr 590 þá mega þeir það, viðskiptavinurinn ákveður svo hvort hann vilji versla af þeim vörur eða ekki. ósköp einfallt, flestir sem commenta hér við þessa færslu munu að öllum líkindum forðast þetta kaffihús sérstaklega ef þeim langar í brauðsneið ;)
SvaraEyðaen bottom line ið er að eigendur eða þeir sem reka batteríið hafa algeran rétt á að rukka hvað sem þeir vilja fyrir þær vörur sem þeir selja og við höfum algeran rétt á því hvort við verslum við viðkomandi fyrirtæki eða ekki.
kv Óli
Nei, bottom lænið kæri Óli er það að þetta er okur dauðans og ekkert annað...
SvaraEyðaGóð regla að líta á matseðilinn og verðið áður en pantað er.
SvaraEyðaVeitingastaðurinn er staðsettur á mjög dýru svæði og það eru yfirleitt alltaf öll borð full á öllum stöðum þarna í kring. Nískupúkar sem ætla bara að versla fyrir örfáa hundraðkalla eru bara að teppa borðpláss og skila engu í kassann. Þessvegna hafa þeir líklega þessa okur álagningu.
SvaraEyðaLéleg rök
SvaraEyðawww.cafeparis.is
SvaraEyðaTvær brauðsneiðar með smjöri, sultu og ostasneið 590 kr.
Brauðið er ekki úr Bónus
Skrítið það eru tveir morgunverðarmatseðlar og á öðrum þeirra er bakkelsi dagsins á 790 en 450 á hinum og tvær brauðsneiðar með smjöri,sultu og ostasneið kostar 790 en 450 á hinum seðlinum. Mér sýnist þetta vera t.d. nokkuð dýrara en á Kaffitár og þar fær maður þó kaffi lagað af fólki sem kann 100% til verka.
SvaraEyðahttp://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/fyrrverandi-starfsmenn-kaffi-parisar-krefjast-taeplega-2-milljona-krona-i-vangoldin-laun
SvaraEyða