mánudagur, 28. júní 2010

Félagar óánægðir með nammisölu Sambós

Við félagarnir höfum farið reglulega í Sambó, nammiverksmiðjuna á Tunguhálsi, til þess að kaupa nammi. Þeir eru með lítið söluborð þar sem hægt er að kaupa óinnpakkað nammi. Um daginn fórum við þangað og ætluðum að kaupa okkur Þrista á góðu verði. Þar var okkur sagt að pokinn af þeim kostaði 550 krónur. Eitthvað fannst okkur þetta dýrt en ákváðum samt að kaupa okkur einn poka fyrst við vorum búnir að gera okkur ferð þangað. Þegar heim var komið ákváðum við þó að vigta pokann til að sjá hvert kílóverðið væri.
Pokinn var 400 grömm og kostaði 550 krónur.
Þetta þýðir að 1 kg kostar 1375 krónur.
Þá kom í ljós að það er dýrara en í þeim búðum sem við athuguðum síðar í. T.d. kostar kílóið 1192 krónur í Bónus, e-ð svipað í Krónunni og innan við 1300 krónur í Nettó. Okkur þykir bara undarlegt að óinnpakkað nammi beint úr verksmiðjunni sé dýrara en í helstu stórmörkuðunum. Svo voru viðtökurnar heldur dónalegar.
Takk fyrir,
A & G

2 ummæli:

  1. Skil þjáningar þínar. Fórum hverja páska þangað og keyptum nokkra poka en hættum þegar verðið var orðið sama og útí búð... þetta er bara silly business.

    SvaraEyða
  2. og nú er það orðið dýrara!

    SvaraEyða