þriðjudagur, 22. júní 2010

Reiknivél PFS

Í dag var opnaður nýr vefur Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir neytendur, Reiknivél PFS.
Vefnum er ætlað að auðvelda neytendum að átta sig á flóknum fjarskiptamarkaði og bera saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækjanna fyrir heimasíma, farsíma og ADSL nettengingar. Reiknivél PFS tekur til algengustu innanlandsnotkunar á heimasíma og farsíma og niðurhals á gögnum erlendis frá með ADSL tengingum.
PFS

2 ummæli:

  1. Það ætti líka að vera upplýsingar um allan pakkan því það er jú það sem flestir taka held ég.

    SvaraEyða
  2. Enginn annar að bjóða uppá 120GB?

    SvaraEyða