mánudagur, 21. júní 2010

Reiðhjólahjámar fyrir börn

Ég fór á dögunum að kaupa reiðhjólahjálm fyrir son minn sem er 4 ára. Ég fór á marga staði að leita að barnahjámi. Flesta hjálma fann ég í Húsasmiðjunni, voru verðin þar á samll hjálmum frá kr. 4.990.- til kr. 7.990.- (þess má þó geta að tilboð var á hjálmum sem voru xx small á kr. 1.990.- en slíkir hjálmar passa aðeins mjög litlum börnum, eða köttum). Voru verðin í Húsasmiðjunni í takt við verðin á öðrum stöðum. -Okur
Ég fór í Europris og fann þar hjálma sem voru talsvert ódýrari og keypti þar mjög flottan og traustvekjandi hjálm á kr. 2.800.-
Maður veltir fyrir sér hvað býr í þessum rosalega verð mun.
kv,
Unnar

4 ummæli:

 1. Ég fór í Rúmfatalagerinn og keypti hjálm fyrir son minn á 690 kr.

  SvaraEyða
 2. Ég bjó nú bara til hjálm úr tómum gosflöskum og gömlum kodda sem krakkarnir voru hætt að nota. Held að kostnaðurinn sé vel undir 100 kallinum og mér sýnist sá stutti vera vel sáttur.

  SvaraEyða
 3. uhhmm eru þessi svör ekki smá djók??
  Hjálmar eru öryggistæki, sá ''stutti'' er örugglega mjög sáttur við hvað það er sem foreldri þans ''stutta'' setur á hausinn á honum því jú foreldrar bera ábirgð á Lífi barna sinna á algerlega fullkominn hátt.

  Hver er aftur ástæðan fyrir því að börn eiga að vera með hjálma? getur það verið eitthvað svipuð ástæða sem fullorðnir eru skikkaðir í að keyra með bílbelti?

  höfuðið á börnum uppað allt að 5 ára aldri sérstaklega þó yngri börnin eru með mýkri hofuðkúpu heldur en fullorðnir og EF það skildi gerast að barnið mitt er með mér eða mömmu sinni aftan á hjóli eða seinna fer að hjóla sjálft þá vil ég gjarnan hafa hjálminn sem barnið notar, sem og hjólið sem barnið notar ÖRUGGT og þar af leiðandi borga ég meira fyrir viðurkenndan hjálm frá aðilum sem sérhæfa sig í að selja og framleiða hjálma á börn. undir engum kringumstæðum myndi einu sinin hvarfla að mér að búa til hjálm á barnið mitt úr tómum gosflöskum og froðuplasti Né heldur kaupa hjálm á barnið mitt í Rúmfatalegrnum á 690 kr. frekar spara ég annarstaðar í lífinu heldur en ógna öryggi barnsins míns á fullkomlega óþarfan máta vegna nísku og hugsanaleysis...

  hefði talið miklu eðlilegra að bera saman verð og GÆÐI á hjálmum úr húsasmiðjunni,byko,útilíf,sportver,örninn,skíðaþjónustan ofl staðir. bera saman merki/verð og síðan gæði Scwinn hjálmar eða Trek hjálmar vs þessu eða þessu merki en ekki bera allvöru hjálma frá margviðurkendum aðilum í þessum geira saman við djöfulsins drasl í rúmfó!!

  SvaraEyða
 4. Seinasta athugasemdin hér að ofan er örugglega skrifuð í góðum tilgangi, en lýsir vanþekkingu á efninu.

  Ég þekki ekki hjálmana í Rúmfatalagernum, ef þeir líta út fyrir að vera veikbyggðir í samanburði við "vandaðan" hjálm annars staðar, þá eru þeir líklega betri.

  Skrýtið?

  Of sterkur hjálmur tekur of lítið af högginu til sín og of mikið af högginu fer í höfuðið.

  Rétt hannaður hjálmur, tekur til sín höggið. Skemmdum hjálmi á svo að henda.


  Hjálmarnir frá Rúmfatalagernum þurfa að uppfylla ákveðna staðla, rétt eins og dýru hjálmarnir, annars má ekki selja þá.

  Til fróðleiks bendi ég á skylt efni
  http://sharp.direct.gov.uk/

  Þetta eru án vafa bestu prófanir sem eru gerðar á mótorhjólahjálmum.

  Niðurstaðan er sú að öryggi hjálma eru í dálitlu öfugu hlutfalli við verðið, því skelin er oft of sterk í dýrum hjálmum.

  SvaraEyða