miðvikudagur, 30. júní 2010

Óánægður með Borgun

Fékk hringingu frá Borgun og var boðið "Almennt kort" sem átti víst að kosta 100 krónur á mánuði eða 1200 á ári. Ég sló til og fékk mér Almennt kort plús. Núna nokkrum mánuðum seinna fór ég að skoða yfirlitið og sá að maður borgar uppgjörs- og úrvinnslugjald upp á 345 krónur í hverjum mánuði ofan á 100 krónurnar!, semsagt kortið kostar 5340 kr á ári, en ekki 1200. Þegar hlutur kostar í raun 4,5x meira en auglýst verð gefur til kynna (kortið er auglýst á 100 krónur á heimasíður Borgunnar), þá er um alvarlegt svindl að ræða.
Annað kort sem Borgun býður upp á er American Express. Ef maður verslar við Atlantsolíu, Skeljung eða Orkuna eða notar á annað borð sjálfsala, þá er ekki ráðlegt að fá sér svoleiðis kort. Þú getur ekki einu sinni tengt þau við títt nefnda lykla frá þessum fyrirtækjum. Þú verður að versla við Olís eða N1 eins og mér var bent á af starfsmanni Borgunnar. Vildi bara láta fólk vita áður en það fær sér American Express kort, ekki gerir Borgun það.
Kv. Nafnlaus

4 ummæli:

 1. ég er með bensínlykil hjá ÓB tengdan á american express kortið mitt. Hef ekki prufað það hjá hinum bensínstöðvunum.

  SvaraEyða
 2. ÓB er í eigu Olís, tekið var fram að maður yrði að versla við Olís eða N1 með þessi kort

  SvaraEyða
 3. Bara benda á að þetta er ekki Borgun sem er að bjóða þessi kort heldur Kreditkort hf. www.kreditkort.is

  SvaraEyða
 4. Mörg fyrirtæki virðast gera út á að auglýsa og veita þjónustu sem er lág og að því er virðist samkeppnishæf, síðan læðast þau aftan að fólki með margvíslegar auka gjaldtökur til að auka tekjurnar. Þetta eru auðvirðilegir viðskiptahættir sem ættu ekki að líðast.

  SvaraEyða