þriðjudagur, 1. júní 2010

Euroshopper/Bónus kjúklingabringur - Tilraun

Eftir að hafa keypt frosnar kjúklingabringur oft og þótt verð á þeim gott, þá tók ég ítrekað eftir því að þær rýrnuðu mjög mikið við eldun. Og í kjölfarið á því ákvað ég að gera tilraun (eins vísindalega og ég gat). Hún fólst í því að kaupa bringur af mismunandi tegundum, elda og sjá hvert raunkílóverð á þeim er. Til að reyna að gæta sanngirni og ná fram ágætis meðaltali keypti ég um 4kg af þessum tegundum. Hér á eftir fylgja niðurstöður fyrir fyrstu 2 tilraunirnar. Þess ber þó að minnast á að kílóverðið á Euroshopper kjúklingabringunum sem ég notaðist við gæti hafa breyst þ.s. ég gerði þann lið tilraunarinnar fyrir um ári síðan.

Euroshopper kjúklingabringur
Pakkningar: 4x1 = 4kg
Þiðinn kjúklingur: 3,54kg
Eldaður kjúklingur: 2,494kg
37,65% Rýrnun frá kaupmagni að elduðu magni
Raunkílóverð: 1495 * 1,3765 = 2058 kr/kg
* Miðað er við Euroshopper bringur í pokum á 1495 kr/kg

Bónus ferskar kjúklingabringur
Pakkningar: 0,848+0,834+0,832+0,826+0,870 = 4,21kg
Eldaður kjúklingur: 3,535 kg
16% Rýrnun frá kaupmagni að elduðu magni
Raunkílóverð: (1998*0,8) * 1,16 = 1854 kr/kg
* Miðað er við Bónus ferskar bringur í bökkum á 1998 kr/kg með 20% afslætti

Niðurstöður
Hér má sjá, að þó kílóverðið á Euroshopper bringunum virðist vera nokkuð lægra, þá eftir eldun breytist það allnokkuð í hina áttina. Bónus fersku bringurnar eru því um 204 kr/kg ódýrari en ES bringurnar.

Kv. Siguurður

11 ummæli:

 1. Euroshopper vörur eru óþverra rusl sem enginn ætti að kaupa. Auk þess fluttar inn af Bónusfeðgum.

  SvaraEyða
 2. margar Euroshopper vörur eru mjög lélegar en ekki allar,hvítlauksbrauðin eru fín!

  SvaraEyða
 3. Nú ættirðu líka að taka gæðakjúklingabringur inn í dæmið og sjá hvort þær rýrni minna en Bónus bringurnar.

  SvaraEyða
 4. Útreikningurinn á raunkílóaverði er rangur, þótt það breyti ekki stóru myndinni.

  Rétt aðferð er ekki að margfalda með einn plús rýrnun heldur að deila með einn mínus rýrnunarhlutfallinu.

  Það gefur raun kílóaverð á ES bringum upp á tæpar 2398 og Bónus bringum upp á tæpar 1910.

  Ekki breyting á stóru myndinni - en rétt skal vera rétt.

  SvaraEyða
 5. Pastasósan og súrsætasósan frá Euroshopper eru mjóg góðar.

  SvaraEyða
 6. Það er nú gott! Að pastasósan sé bragðgóð hjá þeim.......

  SvaraEyða
 7. Ef þú hefur ekkert gáfulegt til málanna að leggja ættirðu ekki að segja neitt.

  Euroshopper vörurnar eru eins misjafnar og þær eru margar, sumt algjört sorp en annað nothæft. Það er ekkert athugavert við það að fólk segi skoðun sína á þeim vörum sem það hefur prófað og geti þá mögulega komið í veg fyrir að aðrir sói sínum tíma og peningum í ónothæfa vöru, eða þá bent á Euroshopper vöru sem hægt er að nota en maður hefði ekki prófað vegna merkisins.

  SvaraEyða
 8. Það má svo sem vera að einhverjar Euroshopper vörur sleppi,(bragðlega) þar sem fólki finnst þær ætar !
  En í heild er þetta drasl sem er búið til úr lélegasta úrgangshráefni sem finnst á evrópska markaðssvæðinu. Uppruni vörunnar er trúlega ekki auðrakinn þegar þetta merki á í hlut.
  En þetta er kanski bara það sem koma skal hér á örbirgaðar Íslandi.
  En fólk sem lætur sig einhverju skipta hvað það lætur ofaní sig borðar ekki Euroshopper.

  SvaraEyða
 9. Það sem koma skal? Ég veit ekki betur en við höfum verið að láta ofan í okkur niðursuðuvörur í saman gæða- og rekjanleikastandard í gegnum vörumerkið ORA ...

  SvaraEyða
 10. Það kaupa nú ekki allir ORA.
  Þar er ekki bara um lélega vöru að ræða, þar er reynt að blekkja fólk til að halda að um íslenska framleiðslu sé að ræða.

  SvaraEyða
 11. Ég kaupi aldrei Euroshopper. Ég er alveg til í að borga aðeins meira fyrir íslenskt því ég set ekki hvað sem er ofan í mig.

  SvaraEyða