miðvikudagur, 12. október 2011

Hagkaup bakar Elko

Hagkaup er að baka þessa verðvend hjá Elko hvað varðar gamla ps3 leiki og bluray myndir. Til dæmis PS3: Motorstorm Apocalypse 4.999 í Elko og 4.299 í Hagkaup. Síðan eru dæmi um það að myndir sem kosta bara 1.500 í Hagkaup kosti 3.200 í Elko.
Kv; Vilhjálmur

2 ummæli:

  1. Sé ekki alveg hvernig þetta er okur þar sem elko býður þér að fá mismuninn + 10% af mismuninum aukalega ef þú finnur vöruna annarsstaðar ódýrari... Það er ekki beint hægt að fylgjast með verði allsstaðar sérstaklega á myndum sem fást á fjölmörgum stöðum og ekki alltaf hægt að finna verðin án þess að vera rúntandi um allan bæ og kannski þess vegna sem þeir bjóða upp á þetta, í staðinn fyrir að eyða pening í starfskraft til að rannsaka verð allsstaðar.

    "30 daga verðvernd
    Ef kaupandi finnur vöru keypta af seljanda ódýrari annars staðar innan 30 daga frá reikningsdagsetningu getur hann fengið mismuninn endurgreiddan í peningum og 10% af mismuninum að auki. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé fáanleg á umræddu verði. Þetta gildir ekki um vörur sem auglýstar eru annars staðar í takmörkuðu magni og/eða fela í sér aðra kaupskilmála.
    Verðvernd gildir einungis um sömu vöru sem er boðin fram á sambærilegan hátt. Verðverndin gildir því t.d. ekki um vöru í boði í öðru landi, í fríhöfn og ef vara er seld án þjónustu/ábyrgðar. Ennfremur gildir verðvernd ekki ef verðsamanburður er milli vefverslunnar og venjulegar verslunar."

    Bara mín skoðun, hef alltaf fengið góða þjónustu í elko.

    SvaraEyða
  2. Það er samt fínt hjá Vilhjálmi að benda fólki á þetta. Sumir gera e.t.v. ráð fyrir að varan sé ódýrust hjá Elko og gera ekki verðsamanburð.

    Fólk þarf líka að passa sig á að varan sé algjörlega sambærileg til að verðvernd gildi. Ég hef t.d. keypt dvd í elko og sá sama disk auglýstan daginn eftir í bt á lægra verði. Ég hafði samband við elko og þeir bentu á að diskurinn í bt væri ekki með íslenskum texta en diskurinn sem ég keypti í elko var með íslenskum texta. Þess vegna átti verðverndin ekki að gilda en maðurinn var reyndar svo vinsamlegur að líta framhjá því í þetta sinn. Það eru reyndar nokkur ár síðan

    SvaraEyða