Þetta tengist að vísu ekki okri en eitt sem mér finnst skrítið.
Málið er að ég er áskrifandi að Stöð 2 og Stöð 2 bíó og Plúsnum og er með áskriftina á Digital ísland. Þar sem ég er mjög oft ekki heima á kvöldin ákvað ég að fá mér adsl sjónvarp hjá Vodafone til þess að fá Stöð 2 fresli og geta þá horft á hvaða þátt á Stöð 2 sem er aftur í tímann um tvær vikur, þeir fá plús í kladdann fyrir að bjóða uppá þetta.
En til þess að það sé möguleiki þarf ég að færa alla Stöð 2 áskriftina yfir á þennan Adsl myndlykil. Gott og vel ég gerði það og gat notið dagskrá stöðvar 2 aftur í tímann um tvær vikur og gat horft þegar það hentaði mér vegna þess að ég er ekki mikið heima vegna vinnu.
En þessi adsl myndlykill höktir þessi ósköp vegna þess að sjónvarpið er náttúrlega að fara í gegnum internet routerinn og það kemur fyrir að stöðvarnar hökti mikið sem gerir upplifunina á það að horfa á Stöð 2 ekki skemmtilega. Þannig að ég fór aftur og bað um að láta breyta þessu aftur yfir á digital ísland til þess að það væri hægt að horfa á sjónvarpið án hökts og spurði hvort þau gætu haft stöð 2 frelsi áfram inná adsl sjónvarpinu en það var ekki möguleiki þannig ég lét bara breyta þessu aftur yfir á digital ísland og missti þess vegna stöð 2 frelsi út.
Nú var svo komið að þar sem ég er ekki mikið heima og missi af bókstaflega öllu að ég var að spá í að segja bara upp áskriftinni að stöð 2 til þess að vera ekki að eyða peningum í sjónvarpstöð sem ég hef ekki tíma til að horfa á.
En þar sem mér finnst stöð 2 mjög skemmtileg sjónvarpsstöð þá ákvað ég að fara mínar eigin leiðir og keypti mér sjónvarpsflakkara sem bíður uppá upptöku og núna síðasta mánuðinn er ég bara búinn að programmera flakkarann minn þannig að hann taki upp þá þætti á stöð 2 sem ég vill ekki missa af og þá eru þeir komnir inná flakkarann minn þar til mér dettur í hug að eyða þeim, á meðan ég eyði þeim ekki get ég þess vegna haft þá á flakkaranum næstu 10 ár.
Ég er t.d. ekki heima neitt núna og verð ekki í dag en flakkarinn minn er prógrammeraður heima til þess að taka upp Heimsenda sem er að byrja í kvöld því ég vill ekki missa af þeim þætti.
Þannig já þessi litla dæmisaga kannski vekur stöð 2 til umhugsunar að bjóða frekar áskrifendum að hafa stöð 2 frelsi sér á adsl sjónvarpinu en sjálfar stöðvarnar á digital ísland og þá eru þeir ekki að lenda í því að áskrifendur séu að búa sér til afrit af öllu sem þeir sýna í sjónvarpinu.
Að mínu mati er adsl sjónvarpið ekki nógu þróað til þess að það sé boðlegt að horfa endalaust á sjónvarpið gegnum internetið.
Skrapp t.d. erlendis í viku um daginn og flakkarinn tók upp þá þætti sem ég var búinn að schedulera hann til að taka upp þannig það beið mín bara á honum algjör sjónvarpsveisla, þetta er eitthvað sem ég myndi ekki nenna að standa í ef ég gæti horft á þetta bara á stöð 2 frelsi, en ég vill ekki hafa stöðvarnar sjálfar á adsl sjónvarpinu vegna hökts.
En nota flakkarann frekar í staðinn fyrir að segja upp stöð 2 því mér finnst þetta mjög skemmtileg sjónvarpstöð þrátt fyrir að vera mjög upptekinn maður.
Ef stöð 2 vill að ég hætti að gera mér afrit af þáttunum þeirra þá mættu þeir skoða það að bjóða stöð 2 frelsi sér á adsl sjónvarpi en stöðvarnar sjálfar á digital ísland :)
Kveðja, G.Á - Ánægður með dagskrá stöðvar 2
Foreldrar mínir eru með ADSL sjónvarp Símans og allt í lagi með það. hef horft örsjaldan á þetta og bara ef ég er í heimsókn og á þeim mánuði eða svo sem þau hafa haft þetta hefur myndlykillinn frosið 2 sinnum í þau skipti sem ég hef horft á þetta þannig að það hefur þurft að taka hann úr sambandi og svo var lengi þar sem engar myndir komu upp á skjábíói. Svo eru íslenskir þættir þar að detta inn 2-3 tímum eftir að sýningum á þeim lýkur sem mér finnst langur tími.
SvaraEyðaFinnst stöð 2 bara allt allt allt of dýr sjónvarpsstöð, virðist vera bara fyrir einhverjar vellaunaðar manneskjur sem eiga nóg aflögu til að leyfa sér slíkan munað, fyrir utan að ég hef heyrt að það séu auglýsingahlé í þáttum sem er fáránlegt fyrir stöð sem fólk er að borga morðfjár fyrir. Horfi bara á dönsku og sænsku stöðvarnar, þar er nóg af góðum myndum og þáttum og þær fylgja frítt með ef maður er í vodafone gulli. Gott fyrir okkur efnaminna fólkið, og svo verðum við sleipari í dönsku og sænsku í kaupæti. :)
SvaraEyðaHef aldrei lent í vandræðum með sjónvarp Símans, en hef einmitt heyrt mikið um vandamál hjá Vodafone....
SvaraEyðaÞú ert náttúrlega að gerast brotlegur við lög með þessu uppátæki þínu
SvaraEyðaSkipti í vodafone úr símanum (adsl sjónvarp), en var ekki lengi til baka... lykillinn hjá vodafone er bara ekki að ráða við þetta... en það skiptir líka máli hvort þú býrð í gömlu húsi... gamlar lagnir ráða ekki við adsl sjónvarp !
SvaraEyðaTil "Nafnlaus 18. október 2011 12:57"
SvaraEyðaEr maður að fremja lögbrot ef maður tekur þátt upp á vídeóspólu til að horfa á seinna, af því maður er upptekinn þegar þátturinn er sýndur, ef maður borgar áskrift af sjónvarpsstöðinni?
Það er einfaldlega nákvæmlega sambærilegt sem upphafsmaður er að gera nema nútíma- og tæknivæddara.
Sjálf gafst ég upp á Stöð 2 fyrir nokkrum árum eftir að vera áskrifandi í rúm 15 ár, vegna endalausra bilana og truflana vegna Digital Ísland og hræðilegrar þjónustu og fékk mér í staðinn stærsta internet pakka sem völ er á og frem nú lögbrot daglega með niðurhali á öllum sjónvarpsþáttum sem ég vil horfa á, og lifið er allt annað og betra nú þegar við hjónin ákveðum okkar dagskrá algerlega sjálf, bæði hvaða þætti horfa skal á og hvenær.
En svona til að gerast tæknileg, þá er niðurhal ekki ólöglegt, heldur er það upphalið sem er það, og ef fólk vill er hægt að stilla torrent forritið þannig að það leyfi ekkert upphal og þá ertu ekki að gera neitt ólöglegt.
Var með svona adsl sjónvarp og var alltaf höktandandi hjá voda fékk mér svo ljós frá þeim og höktir ekki einusinni og svo höktir endalaust hjá nágrannanum og þar er ljós en það er útaf hann er með 3 myndlykla.
SvaraEyða