mánudagur, 24. október 2011

Barnaafmælið flutt út

Margir kjósa að flytja barnaafmælið af heimilinu til að losna við umstangið. Nokkrir staðir á Stór-Reykjavíkursvæðinu bjóða upp á þessa þjónustu. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir því að veislan standi yfir í u.þ.b. tvo klukkutíma.

Í Ævintýragarðinum, Skútuvogi, er allskonar afþreyting fyrir börn (rennibrautir, hoppukastalar o.s. frv.). Þar eru tvö afmælisherbergi, eitt fyrir 8-12 börn, annað sem rúmar allt upp í 25 börn. Aðgangur að garðinum, pítsa, drykkur og íspinni kostar 1.400 kr á barn.

Afmælispakki Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð samanstendur af klukkutíma í keilu, gosglas og þrjár pítsusneiðar fyrir hvern gest, gjöf fyrir afmælisbarnið (bolta) og fríleik fyrir sigurvegara keilukeppninnar. Lágmark eru átta gestir og kostar pakkinn 1.650 kr á haus.

Í Veröldinni okkar í Smáralind er hægt að halda pítsu- eða hamborgaraafmælisveislu (matur, drykkur, eftirréttur). Það kostar 1.350 kr á barn, en verðið lækkar ef börnin eru fleiri en tuttugu. Vilji foreldrar sjá um veitingar sjálfir kostar það 850 kr á barn.

Krakkahöllin á Korputorgi er eitt þúsund fermetra hoppukastalasvæði. Þar er dúkað upp afmælisborð og boðið upp á pítsur, brauðstangir, kandífloss og gos. Verðið er 1.500 kr á barn og segjast starfsmenn Krakkahallarinnar sjá um allt frá A-Ö. Ef foreldrar afmælisbarns vilja koma með veitingarnar sjálfir kostar aðstaðan 1.100 kr á barn.

Í Ævintýralandi í Kringlunni er hægt að halda veislur fyrir 8-20 börn. Gjald án matar er 850 kr á barn. Veitingastaðir á Kringlutorgi bjóða tilboð fyrir veislurnar. Dominos bjóða t.d. tvær pítsusneiðar með einu áleggi, tvær brauðstangir og drykk á 400 kr. Væri þá kostnaður við hvern gest kominn í 1.250 kr.

Ísbúðin Háaleitisbraut 58-60 er ný ísbúð í verslunarkjarnanum Miðbæ. Á efri hæðinni er aðstaða til afmæla. Í salnum eru tveir flatskjáir, dvdtæki og tvær Wii leikjatölvur og leikir. Hver veisla kostar 5000 kr fyrir salinn. Það er frjálst að koma með veitingar en það þarf þó að kaupa ís fyrir gesti. Krakkarnir koma niður og velja (foreldrar setja upp hvað er í boði) og svo er greitt í lokin fyrir það sem tekið út. Dæmi: Krapglas 330 kr.- stk, Pinnaís t.d. Hlunkur 220 kr.- stk. Einnig er hægt að fá ís upp sem foreldra skammta sjálfir. Ef gestir væru 15 og boðið væri upp á krapglas væri kostnaðurinn 663 kr. á barn.

8 ummæli:

  1. Síðan er líka hægt að halda barnaafmæli í skautahöllinni í RVK.

    SvaraEyða
  2. Líka hægt að leigja íþróttasali t.d. í Lágafellslaug og fá aðgang að öllu dótaríinu sem fylgir íþróttasalnum - svo ekki sé minnst á útrásina sem krakkarnir fá í salnum. Svo eru líka bíóin með ágætis tilboð :)

    SvaraEyða
  3. líka mjög fínt að vera með barnaafmæli í lasertag :)

    SvaraEyða
  4. Mjög vinsælt á mínum bæ að halda afmæli í fimleikasal Bjarkar í Hafnarfirði. Börnin hamast í svampgryfju og á trampolíni og svo er aðgangur að sal á eftir.

    SvaraEyða
    Svör
    1. ja og allt upptekið lang fram i tímann i bjarkarhollinni

      Eyða
  5. Síða keiluhallarinnar er eldgömul og úrelt. Í síðasta mánuði hafði ég samband við Keiluhöllina vegna barnaafmælis og kom þá í ljós að þetta er þriggja ára gamalt verð og rukka þeir nú 1800 og eitthvað krónur fyrir partýið. Á síðasta ári hélt ég afmæli í krakkahöllinni á Korputogi, hún var skítug og pöddur á gólfinu. Á þessu ári héldum við velheppnað afmæli í Ævinýragarðinum. Þægileg og snyrtileg aðstaða og hentar líka mun yngri börnum. Skiptiborð, kaffihús og tímarit! Og allir á sokkunum!

    SvaraEyða
  6. Heyrði að skemmtigarðurinn í Smáralind væri líka að bjóða uppá svona þjónustu... 2500 per barn

    SvaraEyða
  7. Við héldum uppá 8 ára afmæli í sambíónum um daginn og buðum 15 gaurum á ævintýri tinna og borguðum 950 kall á stk með lítilli popp og kók og fengum smá aðstöðu fyrir myndina fyrir köku topp aðstaða í mjóddinni og allir löbbuðu brosandi út!!

    þarna munari 550 kalli á krakkahöllinni sem er orðið frekar þreytt þar sem þessir strákar eru búnir að fara 3 sinnum bara í september og ein pizzasneið á mann þar og ekki peningsins virði en þarna heppnaðist þetta mjög vel fín aðstaða uppá að það koma ekki árekstrar fyrir hjá þessum guttum!

    SvaraEyða