laugardagur, 2. júlí 2011

Of mikil hækkun hjá Te og kaffi

Ég er sólginn í kaffið og kaffidrykkina frá Te og Kaffi en mér blöskraði um daginn þegar ég sá að þeir höfðu hækkað verðið á frappó úr 450 í 590 krónur. Minn drykkur einfaldur lítill latte kostar 470 krónur eftir hækkun og í honum er eitt „skot“ af espresso kaffi og tveir desilítrar af mjólk. Það tekur um það bil 2 mínútur að útbúa þennan drykk. Ég fékk þær útskýringar að það væru hækkanir á heimsmarkaðsverði á kaffi og hækkunin á mjólk væri þar líka inni. Samt sem áður finnst mér 120 krónur á einföldum latte skuggaleg hækkun og ég mun þessvegna beina viðskiptum eitthvað annað.
Kveðja,
K. Helgi

5 ummæli:

  1. Þetta er að hækka allstaðar. Kaffismiðja Íslands hækkaði alla vöruskrána hjá sér eins og hún leggur sig fyrir nokkrum vikum.

    Ég vil benda á að kaffi er búið að hækka yfir 100% núna á einu ári og ég var að sjá ljótar myndir af kaffiplöntum í Brasilíu sem eru að skemmast vegna frosta núna þannig að kaffi gæti farið að hækka enn meira.

    SvaraEyða
  2. Eitt annað sem ég vil bæta við þetta eru kjarasamningar sem verið var að samþykkja. Sé að allir eru að hækka. Fór á American Style og þar er verðskráin sýnist mér búin að hækka í kringum 20% síðan ég fór þangað síðast fyrir 2-3 mánuðum.

    SvaraEyða
  3. ÉG lenti í því sama,blöskraði alveg á þessari hækkun og er steinhætt að versla við svona okurstaði... þetta er samt svona dýrt allsstaðar þannig ég geri minn frappó bara heima...

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus #3 þér ætti heldur að blöskra miklar rigningar í Kólumbíu sem eyðileggja uppskeru,næturfrost í Brasilíu,þurrkarnir í Afríku að ég tali nú ekki um pólitíkina í Brasilíu sem hefur haft sitt að segja áður en þú ásakar fyrirtæki í erfiðum rekstri um okur.

    SvaraEyða
  5. Sammála, það þarf að horfa í kring um sig og skoða hvað er að gerast í umhverfinu. Það hefur veirið i öllum fjölmiðlum fréttir að hækkandi heimsmarkaðsverði. Ekki bara kaffi, heldur allt annað. Erlendis er verð á svona drykkjum mun hærra, svo þetta er frekar eðlilegt.

    SvaraEyða