laugardagur, 2. júlí 2011

Engin uppfærsla á Sony-vél fyrir W7

Sony er orðið það stórt kompaní að að það þarf ekki að hugsa um
notendur. Við eigum Sony TRV245E digital videóvél en þegar tölvan var
uppfærð í Windows 7 kom í ljós að það var engan stuðning að fá frá Sony.
Væntanlega gert ráð fyrir því að við myndum henda "gömlu" vélinni í
rusið og hlaupa út í búð og kaupa nýja vél (frá Sony?). Þegar leitað er
á þjónustusíðum Sony er maður leiddur í endalausa hringi sem enda með
því að maður gefst upp. Sem er markmiðið!
Sony fær falleinkunn!!!
Gunnar

2 ummæli:

 1. Sæll Gunnar

  Það er alltaf möguleiki að búnaður sem framleiddur er ca 2004/2005 ( miða við það sem ég sá á netinu) virki ekki með nýjustu stýrikerfum en oft er hægt að finna ráð á netinu :)

  Þegar ég leyta upplýsinga eftir þessari tegund fær ég þessa slóð
  http://support.sony-europe.com/dime/camcorders/sd/d8/d8.aspx?m=DCR-TRV245E&f=

  Þar er tekið fram að þar er takmarkaður stuðningur við windows 7 en það er til leið sem getur virkað en sú leið er þannig að það má ekki vera uppfært stýrikerfi heldur hrein uppsetning frá grunni
  "following table shows you the results of compatibility tests with Windows 7*.

  * About the applicable environments:
  Windows 7 needs to be preinstalled at the factory.
  Environments upgraded from other OS are not supported.
  Operations are not guaranteed in all computers."

  Einu rekklarnir sem ég sá á síðunni er fyrir XP en stundum er hægt að fá þá þá rekkla til að virka með búnaði í windows 7 ef rekklar er manual installaðir þ.e.a.s i gegnum device mananger .

  vonandi hjálpar þetta eitthvað :)

  kv
  Elvar

  SvaraEyða
 2. Þessi vél er með iLink (firewire eða ieee1394) tengi sem ætti að virka nánast óháð stýrikerfi. Hægt er að fá slík tengi fyrir ekki svo mikinn pening ef tölvuna vantar það.

  JR

  SvaraEyða