laugardagur, 2. júlí 2011

Kaffibaunir - OKUR í Nóatúni

Má til með að "kvarta" undan okri hér, kaupi mér stundum svona súkkulaðihúðaðar
kaffibaunir frá kaffitár svona sælgæti fullorðna fólksins! Allavega þá kosta einn lítill pakki 430 kr í sjálfu Kaffitár. Í okurbúllunni Nóatúni er sami pakkinn kominn
uppi 989 KR og finnst mér það full mikið af því góða, fyrir ca 3 vikum kostaði
pakkinn um 749 kr og fannst mér nú alveg nóg þá hvað þá núna 989 kr – hvað er í gangi?

Ekki veit veit ég hvernig stendur á þessari gríðarlega verðmuni en mér blöskraði í gær,
efast stórlega um að verðið lækki þrátt fyrir að starfsmaður á kassa ætlaði að
koma því til skila eins og honum sé ekki sama en EKKI MÉR!!!

Gerður

1 ummæli:

  1. Þetta er auðvitað mikil hækkun og var verðið ekki lágt fyrir hækkun en við skulum ekki hengja sendiboðann. Starfsfólk á kassa getur alveg verið sammála öðrum neytendum en það hefur ekkert að segja um verð í versluninni:)

    SvaraEyða