Fór í Byko í Breiddinni á sunnudaginn fyrir viku og keypti tvær 10 lítra
fötur af Kópal Glitru málningu. Stykkjaverðið var 13.500. Þegar ég kom
aftur í gær (sunnudag), til að bæta við einni fötu, kom mér það ánægjulega
á óvart að þessi tiltekna málning var komin á tilboð. Verðið var merkt sem
“sérverð” og til undirstrikunar blikkaði rautt S A L E merki til hliðar
við upphæðina sem var búin að hækka um 2000 kall og stóð nú í 15.500
krónum. Eftir stutt karp við þjónustustúlku sem þótti ekkert tiltökumál
að varan hefði hækkað um tvöhundruðkall (?) fékk ég að tala við
verslunarstjórann. Sá leiddi mig í sannleikann um málið: Málningin hafði
verið á tilboði vikuna áður en var nú komin á sitt eðlilega verð,
sérverðið. Blikkandi S A L E merkið sýndi að varan var til sölu.
Verslunarstjórinn fær eitt prik fyrir að láta loks þriðju dolluna á sama
verði og hinar tvær. Læt öðrum um að meta hve mörg mínusast fyrir svona
leikfimi.
p.s Hringdi mér til gamans í Málningu sem framleiðir þessa tilteknu
málningu en þeir selja þessa dós á 21.500 kr. í dag mánudag (27.6.2011).
Það er best ég drífi mig að klára verkið...
Andrés
Ætlar Bauhaus aldrei að opna?
SvaraEyðaneii fóru á hausinn áður en þeir opnuðu
SvaraEyðahttp://www.bauhaus.is/
SvaraEyðahttp://rsk.is/fyrirtaekjaskra/thjonusta/leit?name=bauhaus&kt=&addr=
Bauhaus fór ekki hausinn, húsnæði Byko og Húsasmiðjunar samanlagt líkist hænsakofa til samanburðar við veldi Bauhaus í heiminum. Þeir sáu einfaldlega ekki rekstrargrundvöll eins og staðan er í dag.
SvaraEyðahttp://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/07/05/bauhaus_hefur_ekki_haett_vid_ad_opna/
SvaraEyðaÞetta er nákvæmlega það sem Múrbúðin hefur margfaldlega bent á.
SvaraEyðaMér verður óglatt.