miðvikudagur, 13. júlí 2011

Vælt yfir tollmeðferðargjaldi

Mig langaði að væla yfir gjaldtöku hjá Póstinum vegna lítilla tollsendinga, en fyrir hverja sendingu rukka þeir fast 550 kr. tollmeðferðargjald.

Ég hef verið að panta bækur frá bookdepository.co.uk, meiriháttar búð sem selur bæði UK og US útgáfur af bókum, sendir frítt um allan heim og tekur við PayPal greiðslum.

En gallinn er sá að þeir senda bækurnar oftast eina og eina í umslagi. Svo ef þú pantar tólf bækur færðu tólf umslög og borgar 550 kr. tollmeðferðargjald fyrir hverja einustu bók, bækur sem kosta kannski 1000-1500 kall hver.

Kannski rétt að taka það fram að nú sendir Amazon.co.uk frítt til Íslands, svo að Book Depository er ekki eini kosturinn nema fyrir bækur sem fást ekki á Amazon eða ef þú vilt nota PayPal inneign í bókakaup.

En ef þú velur ókeypis möguleikann á Amazon geturðu samt átt von á að fá bækurnar í fleiri en einum pakka, jafnvel eina skitna ljóðabók í stökum pakka eins ég á í vændum núna (pff!).

Lausn: tollmeðferðargjald verði ákveðin prósenta af virði sendingarinnar en þó að hámarki 550 kr.

kv. Helgi

9 ummæli:

  1. Ef maður heldur upp á kvittanirnar og upphaflega reikninginn og getur þannig sannað að þetta hafi verið ein pöntun fær maður þetta endurgreitt, þ.e. borgar bara einu sinni. Hef gert það sjálf, því ég panta oft á amazon.co.uk.

    SvaraEyða
  2. Vantar "like" taka á innlegg.

    SvaraEyða
  3. Lausn: Hætta tollmeðferð á sendingum undir x kr. til einstaklinga. Ísland er eina landið á öllu EES-svæðinu sem gerir þetta.

    SvaraEyða
  4. já ég keypti merktar Snuddur um daginn handa barninu mínu og voru hræódýrar þegar ég keypti þær á netinu keypti 9 borgaði 1500 Krónur fyrir þær og ég borgði svo annan 1500 krónur bara fyrir eitthvað bull hjá Póstinum t.d.Tollmeðferðargjald og ýmislegt annað ... en tollurinn var bara 400 krónur af þessu þannig ég skildi aldrei 550 krónur sem ég veit ekkert í hvað fór og ég hringdi og það gat enginn Gubbað því útur sér hjá póstinum... haha

    SvaraEyða
  5. Það vill svo til að ég þekki ágætlega til svona. Ef þið pantið t.d. 3 bækur frá Amazon og fáið þær sendar í 3 pökkum og þær koma ekki á sama tíma, þá er hægt að borga af heildarupphæðinni og þá verða hinar tollfrjálsar þegar þær koma(það þarf líklega að tala við tollinn) muna bara að passa uppá kvittunina og biðja tollinn um að merkja við það sem er komið.

    Ef þær koma allar á sama tíma er hægt að biðja póstinn um að setja þær á einn gíróseðil (í staðinn fyrir 3, sparið 1100 kr!)af því að þær eru á sama reikning og frá sama sendanda (þetta er líka hægt ef þið fáið tvær pantanir á sama tíma ef sendinn er sá sami)

    Svo er um að gera að vera bara þolinmóður og passa uppá kvittanirnar - það getur sparað pening :)

    SvaraEyða
  6. Ísland er eina landið sem ég veit til sem rukkar tollmeðferðargjald innan Evrópu. Hef búið í nokkrum löndum Evrópu (England, Belgía, Noregur, Danmörk) og þar þurfti ég aldrei að borga þetta gjald. Þetta er rugl gjald sem við ættum aldrei að borga það. Hvað þá með virðisaukaskatt af þessum vörum en það er heldur ekki rukkað erlendis. Virðist aðeins verið gert til þess að vernda verslanir á Íslandi sem bjóða ekki hagstætt verð.

    SvaraEyða
  7. Svo má benda á að ef heildarupphæð sendingar fer yfir 30.000 krónur þá ertu farinn að borga að lágmarki 3 eða 4 þúsuund krónur í tollmeðferðargjald!

    SvaraEyða
  8. Þetta er nú meira okurlandið sem við búum í. Var að fá eina bók frá Amazon.

    Borgaði 205 kr. í VSK og Tollmeðferðargjaldið var 550 kr. Samtals 755!

    Hvaða bull er þetta! Hvað getum við gert til þess að koma þessu af á ódýrar sendingar!

    SvaraEyða
  9. Algert rugl þetta tollmeðferðardæmi .. Var að panta lítinn pakka á netinu sem kostaði tæpar tvö þúsund (20 dollara). Komið hingað til lands kostaði þetta rétt undir fjögur þúsund, tollar og tollagjöld hækkuðu þetta um svona 70%

    SvaraEyða