þriðjudagur, 26. júlí 2011

Dýrt kaffi á hálendinu

Hálendismiðstöðin í Hrauneyjum selur kaffibolla úr pumpu á 400 kr. Bolli úr samskonar pumpu nokkrum km neðar í Árnesi kostar 200 kr. Þar sem poki af ágætis kaffi kostar um 800 kr finnst okkur þetta nokkuð vel í lagt hjá Hálendismiðstöðinni.
Jeppamaður

13 ummæli:

 1. Já sæll. Þetta er örugglega drasl kaffi s.s. Merrild eða álíka sem er búið að hrapa í gæðum undanfarið ár. Færð 2faldan espresso á svipuðu verði á flestum kaffihúsum þar sem notast er við (allavegana Kaffismiðja Ísland,Te & Kaffi,Kaffitár og Café Haiti) nýbrennt og malað kaffi fyrir hvert skot þannig að þetta er klárlega Algjört okur!!!!!! Finnst 150 kall fyrir svona kaffi vera algjört hámarksverð.

  SvaraEyða
 2. já örugglega drasl kaffi... hef reyndar aldrei farið á þennan stað en miðað við nafnið þá er þetta kannski ekki allveg í alfaraleið og það kosta nú bara lágmark fyrir utan skatta ofl gjöld að hafara starfsmann í vinnu að borga honum 1.200 kr á tímann... það þarf að selja nokkuð marga kaffibolla per klukkutíma til að réttlæta að selja kaffið og þjónustuna á 150 kr er það ekki?

  SvaraEyða
 3. Þetta hljómar ekki alveg eins og vinsælt kaffihús með mikið flæði af gestum svo að þeir geta ekki beint haldið sér gangandi án þess að verðlagningin sé frekar há, gæti ég ímyndað mér...

  SvaraEyða
 4. Einn pakki af Merrild kostar um 900 kall í Nóatúni úr því má fá 7-8 lítra af kaffi eð 60-70g/l þannig að m.v. að kaffibolli sé 200ml(höfum það ríflegt) þá fást 35-40 bollar úr hverjum pakka sem gerir 14-16 þúsund og segjum að með ábót og öllu þá sé þetta kannski 8-10 þúsund í kassan sem gerir 10-12 falt verð m.v. út úr Nóatúni og getur vel verið að kaffið fáist ódýrara í gegnum heildsölu. Finnst engum þetta vægast sagt vel í lagt fyrir uppáhellt iðnaðarkaffi ?

  SvaraEyða
 5. Það fylgir ekki sögunni hvort það sé ábót og svo er staðurinn ekki fjölfarinn og með bollanum fylgir aðstaða sem er örugglega dýr í rekstri. Svo þarf að enda því sem ekki gengur út ef fáir koma. Þakka bara guði fyrir að einhver skuli nenna að halda úti þessari veitingasölu þarna. Hvet nafnlausan fyrir ofan mig bara til að halda sig í Essónestinu á Höfðanum.

  SvaraEyða
 6. Nafnlaus#5 algjör óþarfi því ég drekk ekki þetta Iðnaðarkaffisdrasl. Bara Kaffitár í mínum bolla sko.

  Lífið er of stutt fyrir drasl kaffi.

  SvaraEyða
 7. Þetta "kaffihús" eru gamlir vinnuskúrar frá Landsvirkjun. Það er nú töluverð umferð þarna. 400 kall fyrir uppáhelling er okur hvort sem það fylgir ábót eða ekki og hamborgararnir þarna eru líka dýrir og ekki góðir.

  SvaraEyða
 8. Djöfulsins væl er þetta hérna. Þessi verslun er ekki beinlínis í alfaraleið og einhvernvegin þurfa þeir að láta dæmið ganga upp. Síðasti nafnlaus sagði að það væri töluverð umferð þarna, en að minni reynslu er það ekki rétt níu mánuði ársins

  SvaraEyða
 9. Er það nema von að okrið dafni vel á skerinu, hér finnst nokkrum bara í fínu að borga 400kr fyrir uppáhellt. Og skammast sín ekki einu sinni.

  SvaraEyða
 10. Það neyðir þig enginn til að kaupa það, persónulega myndi ég ekki kaupa þetta ef ég drykki kaffi, enda hefur mín fjölskylda yfirleitt tekið með sinn eigin prímus og gert sér kaffi sjálf, best og ódýrast ef maður hefur ekki efni á að spreða í sjoppudót á ferðalögum. Það breytir því ekki að það er líklega ástæða fyrir þessu háa verði eins og sumir hafa nefnt hér.

  SvaraEyða
 11. Var að vinna þarna, alls ekki nógu mikil traffík í gegn, staðurinn er rekinn allan ársins hring, traffík er mest í júlí og ágúst og þar í kring er lítið að gerast. Þetta okur þarf að vera til staðar til að staðurinn haldist gangandi, enda komast þeir upp með það, hvar ætlaru í næsta kaffibolla ef þú ert á leið frá Árnesi?

  SvaraEyða
 12. Bara taka með sér prímus og hella þér sjálfur upp á kaffi minnsta mál í heimi.

  SvaraEyða
 13. Það er ekkert skrítið að kúnninn sé undrandi yfir því að þurfa að borga sama verð fyrir góðan bolla á dýrasta verslunarsvæði, eins og Kringlunni, og í einhverjum útnára.
  Útnárinn ætti að vera með kaffivél sem malar í hvern bolla. Gott kaffi = ánægðir kúnnar = lágmarkseyðsla kaffis.

  SvaraEyða