Eitt af því sem er gjörsamlega óþolandi við að búa á Íslandi er tilhneiging verslana til að selja hluti á fáránlega háu "listaverði" en útdeila svo afsláttum hingað og þangað (m.a. í formi "punkta") og bjóða upp á stöðug "tilboð" þar sem hlutirnir eru seldir á eðlilegu verði.
Erlendis eru hlutirnir einfaldlega seldir á eðlilegu verði, og svo eru gamlar eða of miklar birgðir seldar á tilboðum vikunnar eða á útsölum sem eru 2-3 sinnum á ári. Hér heima lætur fólk okra á sér dagsdaglega, og flykkist svo í tilboðsdagana til að gera "góð" kaup sem reynast vera bara sambærilegt eða örlítið hærra verð en hluturinn er seldur á erlendis.
Nokkur dæmi:
- N1: Selur Britax-barnabílstóla á okurverði. Ef þú ert tryggður hjá Sjóvá eða þekkir einhvern sem er þar þá færðu hins vegar 40% "afslátt" eða réttara sagt bílstól á svipuðu verði og þeir eru seldir á í nágrannalöndunum án afsláttar.
- Olíufélögin almennt: Útdeila 4-8 kr. afsláttum til starfsmanna hjá hinum og þessum fyrirtækjum en aðrir þurfa að sætta sig við háa alagningu.
- Krónan: Listaverð á kjöti er það sama og í kjötborðinu í Nóatúni sem er með sömu eigendur. Allt kjöt í Krónunni er því á "afslætti". T.d. áttu að halda að þú sért að gera frábær kaup þegar þú færð svínahnakka á 20% "afslætti", enda er það auglýst sem "grísakjötsútsala" í hverri einustu viku. Kjötið er formerkt á Nóatúnsverði þannig að það er í rauninni engin leið að átta sig á hvað bakkinn kostar af neinu nema vera með reiknivél á sér (eða vera snillingur í hugarreikningi)
- Byko og Húsasmiðjan: Don't get me started!
Eini möguleikinn sem ég sé í stöðunni er að versla bara meira við aðila sem bjóða bestu kaupin árið um kring og þurfa hvorki tilboð né afslætti til þess. Auglýsa góðu verðin sín ÁN afsláttar í blöðunum. Þeir sem mér dettur í hug eru Bónus, IKEA og Tiger. Einhver fleiri dæmi um okur/afsláttarbúllur eða heiðarlega kaupmenn?
Óskar nafnleyndar
Í heiðarlegasta flokkinn vantar auðvitað Múrbúðina.
SvaraEyðaMan líka eftir Rúmfatalagerinum sem góða gæjanum.
Spurning með Elko, amk eru þeir æði oft að koma vel út á venjulegum verðum samanborið við ofur-tilboð-ruglið um allan bæ.
Góð pæling og gaman væri að frá fleiri fram hér í heiðarlega flokkinn.
Sammála síðasta r.manni, farið alltaf fyrst í Múrbúðina (áður en Byko eða H.smiðj.) og Elko alltaf með besta verðið í sínum flokki (held líka að þeir greiði mism. ef verð lægra á sama tæki annars staðar). Mæli einnig með Herra Hafnarfirði (fataverslun). Intersport er aftur á móti dæmi um okurbúllu og ,,afslætti" sem eru engir afslættir. Skó Outlet við Vínlandsleið (viðvarandi ,,afsláttur") er líka hlægileg okurbúlla, en ég held að þú Gunni hafir áður bent á það.
SvaraEyðaKrónudæmið átti líka við um Bónus fyrir formerkingabann, þ.e. varan var alltaf á "afslætti við kassa", sem var ekkert tilboð heldur bara lægri álagning. Man þó ekki til þess að þeir hafi kallað þetta tilboð, heldur bara afslátt, svo sennilega eiga þeir heima í heiðarleikaflokknum, voru bara að gera það besta sem þeir gátu í stöðunni. Nú er væntanlega kílóverðið bara lægra þegar þeir setja það bara upp sjálfir.
SvaraEyðaEr Herra Hafnarfjörður ekki einmitt dæmi um verslun sem er með afslætti frekar en lág verð?
SvaraEyðaNafnlaus #4 það á að vera lágt verð en ekki lág verð. Verð ekki til í fleirtölu.
SvaraEyðaJú, það er rétt hjá nafnlausum nr. 4 að Herra Hafn. hefur verið að setja vörur ,,beint á útsölu" og það er auðv. alltaf undarlegt. Hins vegar er verð á fötum almennt mjög sanngjarnt hjá honum og þegar útsala er þá er oft hægt að gera verulega góð kaup (þá er ég bara að miða við hvað sambæril. föt kosta annars staðar).
SvaraEyðaÉg vil benda íslensku fasistanum hér fyrir ofan á að verð er víst til í fleirtölu, sbr. http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=ver%C3%B0
SvaraEyðaEinnig vil ég hrósa honum fyrir að skrifa seinni setninguna sína málfræðilega vitlaust.
Annars er þessi síða fyrir okur en ekki íslensku kennslu
( Þið verðið að afsaka þetta. Sjálfskipaðir íslensku kennarar fara bara í taugarnar á mér, sér í lagi þegar þeir kunna ekki íslensku.).
óþarfi að vera svona orðljótur og bitur
SvaraEyðaÞar að auki er íslenskufasisti eitt orð rétt eins og íslenskukennari.
SvaraEyðaSniðgöngum okrara sem markaðssetja sig með því að láta hinn viðskiptavinin borga afsláttinn. Þetta er fyrirlitleg aðferð í markaðssetningu
SvaraEyðaÉg treysti ekki ELKO eftir að ég heyrði af því að þeir eigi það til að kaupa sérsamsettar vélar/týpur frá framleiðendum, vélar sem eru s.s. einhverskonar "budget" útgáfur
SvaraEyða