þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Ódýr ferskur fiskur í Bónus

Ég var að skoða verðkönnunina sem þú gerðir á fiski í fiskbúðunum og tveimur verslunum.
Málið er að fyrirtækið mitt framleiðir ferskan fisk fyrir Bónus og finnst mér við því miður alltaf lenda útundan í verðkönnunum.
Við höfum lagt okkur fram um að framleiða ódýran og góðan fisk.
Verð á Ýsuflökum er td út úr Bónus á 998 kr kg en mjög algengt verð út úr fiskbúð er á bilinu 1700-1990 kr kg (roð og beinlaust).
Fiskibollurnar okkar kosta út úr Bónus 699 -10% afsláttur við kassa(sama verð frá árinu 1999)en algengt verð út úr fiskbúð er 1100-1500 kr kg.
Ýsuréttirnir okkar kosta 998 kr kg út úr Bónus en algengt verð út úr fiskbúð er 1200-1700 kr kg.
Þannig að fólk getur sparað mikla peninga með því að versla fiskinn sinn í Bónus.
Mig langaði bara vekja athygli þína á þessu og lofa okkur kannski að vera með næst.
Með kveðju,
Finnur Frímann
eigandi Fiskbúðarinnar okkar.

2 ummæli:

  1. Góð og réttmæt ábending hjá Finni. Við keyptum roð- og beinlausa ýsu í Bónusi um daginn og það kom ánægjulega á óvart hversu góð hún var.
    Það eru vitaskuld bestu meðmælin þegar við kúnnarnir ætlum að kaupa vörun aftur, vegna gæða og verðs, en til samanburðar hef ég hingað til þurft að borga um og yfir 1600 kr. fyrir sambærilega vöru.

    Verst er að þegar vara fer að seljast í Bónusi hækkar hún alltaf í verði þar til hún næstum hættir að seljast. Sjáið til dæmis hrísgrjón, pasta og sætar kartöflur!

    SvaraEyða
  2. Finnur,frábært framtak hjá þér.það mættu fleiri taka þér til fyrirmyndar,það er varla hægt að versla sér fisk í matinn nú orðið.

    SvaraEyða