mánudagur, 22. nóvember 2010

365 okur?

Það sem mig langar að benda á er áskriftin af Stöð 2 sport 2. Fyrir nóvember mánuð greiddi ég 5.781.- kr. fyrir enska boltann sem er í rauninni brjálæði, en maður lætur sig hafa því áhuginn á enska boltanum er bara það mikill. Ég er ekki með áskrift af öðrum miðlum 365. Það sem vakti athygli mína er desember gjaldið sem sett er á enska boltann, það er 6.066.- kr., það hefur sem sagt hækkað um 285.- kr.

Ætli þetta eigi við um allar stöðvar 365 miðla, þ.e.a.s. desember hækkun? Desember er jú sá mánuður sem maður gæti hugsað sér að eyða í áskrift af t.d. Stöð 2 eins og í mínu tilfelli. Það kæmi ekki á óvart ef þeir hækkuðu desember gjaldskránna hjá sér, án þess að láta kóng eða prest vita. Það væri gaman að kanna það. Skv. heimasíðu þeirra (http://stod2.is/Kaupa-askrift) kostar Stöð 2 og Stöð 2 sport 2 ekki nema 13.530.- kr. núna í desember.

Er þetta ekki bara okur?

Kv, D

4 ummæli:

  1. Unnur Guðmundsdóttir22. nóvember 2010 kl. 11:23

    Svona er allt:365,Síminn,Vodafon,nefndu það,bankarnir! Svona er Island í dag.

    SvaraEyða
  2. Feginn er ég að enski boltinn er í áskrift en ekki hjá RÚV sem maður er skyldaður til að borga fyrir. Nógu leiðinleg er dagskráin þar að það er ekki á það bætandi.

    SvaraEyða
  3. Alltaf þarf einn fúll á móti að draga RÚV inn í óskyld mál...

    En hvað um það, ég gafst upp á þessu glæpafyrirtæki sem 365 er og rauk bara í það að fá mér boltann í gegnum gervihnött. Mun betri og ítarlegri umfjöllun auk þess sem sparnaðurinn er gríðarlegur... og ég hreinlega skammast mín ekkert fyrir að "stela" frá Jóni Ásgeiri og co. Farvel okurbúllan 365!

    SvaraEyða
  4. Þú borgar fyrir þessi óendanlega miklu leiðindi að horfa á sveitta punga elta tuðru úr þínum eigin vasa en ekki ég með nefskatti mínum. Mjög mikil sanngirni í því finnst mér.

    SvaraEyða