mánudagur, 15. nóvember 2010

Óeðlileg hækkun á barnabílstól hjá N1

Viljum greina frá óeðlilegri hækkun á Multi Tech barnabílstól sem N1 hefur til sölu

Vörunúmer: 400 MLT052624

Verð: 86.355 kr. Eldra verðið var tæp 60.000.- en stóllinn hefur ekki verið til í nokkurn tíma. Höfum beðið eftir nýrri sendingu en þar sem verðið hefur hækkað óeðlilega verður ekkert úr þessum kaupum. Hvað getur eiginlega réttlætt slíka hækkun?

Kveðja,
Sigurður Hreinsson

5 ummæli:

  1. Hvaða skýringu gaf N1?

    SvaraEyða
  2. Vorum einmitt líka að bíða eftir þessari sendingu en ætlum einmitt ekki að kaupa stólinn á þessu brjálaða verði. Spurði starfsmanninn af hverju þetta hafði hækkað svona mikið og hann gat ekki svarað því.

    SvaraEyða
  3. Veit ekki betur en að gengið sé búið að styrkjast.. svo verðið ætti að lækka

    SvaraEyða
  4. Ég var einmitt að lenda í þessu sama. Það er ekkert sem réttlætir þessa hækkun og helst þyrfti að fara með þetta mál eitthvað lengra. Enda ætla ég að kaupa Graco stól, sem er svipaður þessum, hjá Ólavíu og Oliver frekar en að versla við þessa helv**** okurbúllu. Sjá: http://oo.is/bilstolar/born-9-18-kg/18/Graco-Cosmic-Comfort-S/default.aspx

    SvaraEyða
  5. Gengið búið að styrkjast? Síðan hvenær? Ef stóllinn hefur t.d. ekki verið til síðan í mars árið 2009 gæti þetta bara vel stemmt. Þá var gengisvísitalan 185 en er í dag 205. Munur einstakra mynta er síðan meiri og lítið hægt að segja til um raunveruleikann án þess að þekkja innkaupamyntina.

    Í millitíðinni hefur líka virðisaukaskattur hækkað, vörugjöldum verið breytt og heimsmarkaðsverð á plasti vaxið töluvert (http://www.theplasticsexchange.com/). Geri ráð fyrir að umræddur bílstóll sé úr plasti.

    Þótt eitthvað sé dýrara en menn halda að það eigi að vera þá er það engum til góða að rjúka til og kalla það okur að ókönnuðu máli.

    SvaraEyða