föstudagur, 26. nóvember 2010

Varúð - Matseðillinn á Pizza Hut

Ég vildi bara benda fólki á að hafa verðið í huga er það pantar staðlaðar
pizzur af matseðli Pizza Hut

Þannig kostar stór hawaii pizza (með skinku og ananas) 4.990 krónur.
Stór pizza með skinku og ananas kostar hins vegar 4.650

Eins kostar stór sjávarétta pizza (með túnfisk, rækjum og rauðlauk) 6.130
krónur
En stór pizza með túnfisk, rækjum og rauðlauk kostar 5.230

Það borgar sig að rýna í verðið

Kv. virkur neytandi

13 ummæli:

 1. Vá!! þær eru góðar kannski en ekki svona góðar!

  er búsett í bandaríkjunum og hér er pizza hut frekar svona "lowkey" pizzastaður og verðið eftir því..held að stór pizza fari ekki yfir 20 dollara...

  SvaraEyða
 2. Það á bara ekki að versla við Pizza Hut, fuuullt af pizzastöðum á Íslandi sem eru miklu betri heldur en sú okurbúlla.

  SvaraEyða
 3. Út úr korti verðlagning. Þakka fyrir þessa ábendingu. Betra að hafa varan á sér þegar matsölustaðir eru heimsóttir.

  SvaraEyða
 4. Pizza Hut pizzurnar voru alltaf uppáhaldspizzurnar mínar en ég hætti að kaupa þær fyrir mjög mörgum árum. Verðið er bara alveg óskiljanlegt. Mikið dýrari en aðrir pizzastaðir. Það mætti halda að þeir settu gull á allar pizzur!

  SvaraEyða
 5. Gjörsamlega absúrd verðlagning þarna. Mætti halda að þetta væri hnoðað úr saffrani.

  SvaraEyða
 6. Það er með öllu óskiljanlegt að fyrirtæki komist upp með slíkt okur. Af hverju verslar fólk við þennan stað? Rífleg 6 þúsund krónur fyrir eina pizzu er hreint og klárt okur, tja, -nema yfir hana sé sáldrað gulldufti.

  SvaraEyða
 7. Fólk ætti að grýta eggjum í pizzubúllu sem lætur sér detta í hug að bjóða uppá pizzu sem kostar á sjöunda þúsund !!!! Hver á þennan stað ?
  Varla verslar neinn þarna, svo dæmið hlýtur að klárast af sjálfu sér ef engir eru kúnnarnir, ekki satt ?

  SvaraEyða
 8. Er fyrirtækið ennþá starfandi á Íslandi? Þeir voru á Sprengisandi en núna er Grillhúsið tekið við. Og er ekki búið að loka staðnum á Suðurlandsbraut?

  SvaraEyða
 9. Þeir eru með veitingastað í Smáralindinni.

  SvaraEyða
 10. Á Pizzahut.com stendur að alla daga sé stór pizza með 3 áleggstegundum á 10$ og að á mánudögum séu tvær miðstærðir af pizzu með 3 áleggstegundum á 12$

  Þannig að þetta er frekar mikið dýrt.

  Var úti í Þýskalandi og þar eru 12" pizzur í gæðum á borð við veitingastaði eins og Íatlía,Hornið,Carusso og Eldsmiðjan á svona 6-8€ þannig að reikni hver sem er hvert okrið á pizzum er hér á landi.

  SvaraEyða
 11. Fáránlegt verð - er löngu hættur að versla þarna!

  SvaraEyða
 12. Bara fáranlegt verð.

  SvaraEyða
 13. Þetta er okur!

  SvaraEyða