fimmtudagur, 4. nóvember 2010

Byr hækkar um 4 kr.

Hjá Byr, til að fá auðkennisnúmer sent til sín með sms, kostaði það fyrir stuttu kr. 6.- og þeir sögðu það skýrt á Innskráningarsíðu sinni.
Núna segja þeir "SMS Varaleið (kostar skv. verðskrá.),, og í október kíkti ég á verðskránna og það kostaði ennþá kr. 6.-
en í dag kíki ég aftur og það kostar kr. 10.-
Ég veit ekki til þess að viðskiptavinir Byrs hafi verið látnir vita, eða að þeir hafi fengið skilaboð um þetta í gegnum Yfirlit í netbankanum.
Ég vildi koma þessari hækkun á framfæri.
Kv.
Pétur Úlfur

5 ummæli:

 1. Fáðu þér auðkennislykil.

  SvaraEyða
 2. hann kostar 800 kr í landsbankanum!

  SvaraEyða
 3. Bankarnir eru snillingar að blóðmjólka alþýðuna.

  SvaraEyða
 4. SMS-in eru ekki ókeypis þjónusta. Sms skilaboð kosta yfirleitt um 8-10 krónur. Fáðu þér ókeypis auðkennislykil í bankanum, sá fyrsti ætti að vera frír. Ef sá gamli bilaði heimtaðu þá nýjan frían.

  SvaraEyða
 5. Kosta yfirleitt 8-10 krónur fyrir Byr? Hahaha

  SvaraEyða