Sýnir færslur með efnisorðinu Kringlan. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kringlan. Sýna allar færslur

mánudagur, 21. desember 2009

Ísinn í Kringlunni dýr

Ég fór í Kringluna í gær og ákvað að splæsa ís á dótturina og mig. Við fengum okkur eina kúlu hvort. Reikningurinn fyrir þetta smotterí var 820 krónur! Þegar ég spurði hvort þetta gæti verið rétt var mér sagt að víst væri verðið 420 krónur fyrir eina kúlu af ís. Er þetta ekki tært okur?
Bestu kveðjur,
Halldór