Sýnir færslur með efnisorðinu Kjöthöllin. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kjöthöllin. Sýna allar færslur

föstudagur, 4. desember 2009

Subway vont / Kjöthöllin góð

Í fyrsta lagi langar mig að lýsa óánægju yfir hækkun á bát mánaðarins á Subway. Á einu ári hefur Subway hækkað bát mánaðarins frá 299 kr. upp í 375 kr. Að sjálfsögðu spilar gengið þar inní en ég tel það varla tilboð að fá 9 kr í afslátt af stórum bát. Auk þess er þetta samloka og ég tel það ansi dýrt að greiða 750 fyrir samloku- á tilboði!
Einnig langaði mig þó að lýsa yfir ánægju minni á þrautseigu fyrirtæki. Eitt af þeim fáu sem eru eftir. Ég hef oft verslað þar í matinn, alltaf á jólunum til dæmis og er alltaf jafn ánægður. Þetta fyrirtæki heitir Kjöthöllin og hef ég einnig ávallt fengið þar frábæra þjónustu og gott verð.
Með kveðju og þökk,
Stefán