Sýnir færslur með efnisorðinu skissubækur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu skissubækur. Sýna allar færslur

mánudagur, 28. desember 2009

Penninn smyr vel á skissubækurnar

Ég nota mikið bækur frá Moleskin, þeir framleiða frábærar og vandaðar
skissubækur og dagbækur. Ég hef mikið til keypt þær erlendis á flakki
mínu. Ég ætlaði að kaupa mér nýja dagbók fyrir næsta ár og brá mér í
Pennann og þar kostaði þessi dagbók sem kostar á heimasíðu Moleskin
19.95 $ (2.550,20 ISK) einar 8000 ISK. Svo virðist vera sem búið sé
að smyrja duglega ofan á allar vörurnar frá Moleskin sem Penninn
selur. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt! Það er mun ódýrara
að kaupa þær beint af netinu.

http://www.moleskineus.com/moleskine-daily-planner-large-black-softcover.html

Í fyrra rétt fyrir áramótin (eftir kreppu) borgaði ég um 5000 ISK
fyrir samskonar dagbók sem var þó í hörðu bandi hjá Pennanum, þetta er
dularfull verðmyndun vægast sagt !!!!!!!!!

Svo hef ég líka tekið eftir því í Pennanum að það er allt að 100%
verðmunur á teikniblokkum þar og í Evrópu. Þetta er fyrir og eftir
kreppu. Það er eins og þeir leyfi sér að smyrja allverulega ofan á,
því landinn veit ekki hvað hvað svona hlutir kosta og hefur engan
samanburð. Ég hef stundum brugðið á það ráð að byrgja mig uppaf
teikniblokkum þegar ég er á flakki. Það væri samt best ef hægt væri
að kaupa hlutina á sanngjörnu verði í sínu eigin landi.

Ég hef rætt við starfsfólk Pennans í Myndlistardeildinni og þau
segjast hafa hvatt verslunarstjórana til þess að lækka álagninguna á
myndlistarvörunum, því þau vita uppá sig skömmina en það er víst fyrir
daufum eyrum.

Það væri gaman að vita hvaða skýringar Penninn gefur þér og best væri
ef þau sæju að sér og lækkuðu verðin.

Bestu kveðjur,
Bjargey