Langaði að benda á alveg óheyrilegt okur á tölvuleikjum í Gamestöðinni í Kringlunni. Var þar í dag að skoða mig um og fannst úrvalið frekar dýrt. Tek sem dæmi God Of War fyrir PS2 kostar NOTAÐUR 4990kr , hægt er að kaupa þennan leik glænýjan í Elko á 2990. 2000kr aukalega fyrir að kaupa leikinn notaðan í staðinn fyrir nýjan er einhver speki sem ég er ekki að skilja.
Nú getur verið að mig sé að misminna en mig minnir endilega eins og Gamestöðin hafi verið að auglýsa ódýr verð, væri gaman að sjá hvar þau verð eru.
Kv. Sigurður Karl