miðvikudagur, 25. mars 2009

Dýrt gullnúmer

Ég fór um daginn til Nova og keypti símakort fyrir dóttur mína. Það var ósköp elskulegur ungur maður að afgreiða mig og hann sagði að öll símanúmer hjá Nova byrjuðu á 772.. og hvort ég vildi eitthvert sérstakt númer í lokin. Mér fannst gasalega sniðugt ef hún fengi sömu tölur í endann eins og er í númerinu hennar hjá Símanum en það er xxyy. Þá sagði þessi elskulegi maður mér að það væri kallað gullnúmer og kostaði það 6.000 kr. Mér fannst nú ansi mikið að borga aukalega 4.000 kr. fyrir nokkra tölustafi, = 1.000 kr. fyrir stykkið, 2.000 kr. fyrir parið ....
Svona fyrir minn smekk, ósvífni seljandans, sjálfsagt löglegt en þræl-siðlaust.
Með kveðju,
Matthildur Gestsdóttir

1 ummæli:

  1. Af hverju að kaupa nýtt númer þegar hægt er að nota það gamla áfram? Þarf hún 2 síma?

    Það kostaði mig ekki neitt að færa gamla númerið mitt yfir til Nova sl. haust.

    Er búinn að færa sama númerið milli
    Tal (gamla) -> Vodafone -> Síminn -> Vodafone -> Sko -> Tal (nýja) -> Nova
    og ég held það hafi aldrei verið rukkað fyrir flutninginn.
    Eitthvað af þessu var nafnabreyting á fyrirtækjum, en annars var ég í fýlu við gamla fyrirtækið eða að elta tilboð.

    SvaraEyða