Í dag (20.mars 09) er auglýst tilboð á kóki í Krónunni á 599 kr (4x2l kippa). Hljómar vel þar til að maður sér verðmerkingu í hillu á kókinu 129 kr. 2l stk.
Ef ég kaupi 4 stakar 2l kók kostar það því 516 kr. Frábært tilboð þar á ferðinni. Ég benti afgreiðslustúlkunni á þennan mun og bað hana að sannreyna þetta, hún gerði það og sagði „já við vitum af þessu“ og brosti voða fallega þegar ég spurði. Ekki skánaði þetta þegar ég borgaði því þá virtist merkta verðið lækka (væntanlega þar sem ég keypti 6 stk í kippu), þá var stykkjaverðið komið í 124 kr. Kvarta svo sem ekki yfir því, en hefði viljað sjá vöruna merkta með réttu verði, því það er líklega sjaldgæfara að varan lækki óvart í verði en hækki.
150 kr. Tilboðsverð 2l kók
129 kr. Venjulegt merkt verð í hillu 2l kók
124 kr. Verð á kassa fyrir venjulega kókið.
Ég hef oft tekið eftir því að verð á kassa passar ekki við merkt verð í hillu og að tilboðin eru stundum hreint engin tilboð heldur furðuleg leið til að koma vörum út.
Erum við nógu vakandi fyrir blekkingum sem þessum?
Kv, Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli