mánudagur, 16. mars 2009

Skítug ónýt vöfflujárn í Elko

Ég fékk gefins Clatronic vöfflujárn (1200w)sem var keypt í Elko. Það járn
hitaði ekki og fór ég og skilaði því (reyndar löngu seinna því ég baka ekki oft
vöfflur). Það var ekki til nýtt járn en þeir sögðu strax þetta væri mjög
algengur galli í þessum járnum og ég fengi bara annað seinna.
Ég fékk annað járn á fimmtudaginn sem var alveg eins og það gamla. Ég prófaði
það í gær og það hitaði bara öðrum meginn eins og síðasta járn. En munurinn er
að þetta járn var greinilega notað. Það var rispað og kámað. Ég skilaði því í
dag og fékk að vita að frá einum starfsmanni að vörur væru settar aftur í
hilluna og þá seldar sem B vörur,en annar sagði að það væru aldrei settar
gallaðar vörur aftur í hillu. Ég fékk fyrir rest endurgreitt en það er
nátturulega ekkert tekið tillit til að járnið hefur hækkað um 100% eins og allt
annað. Það er allavega lágmark að ef Elko ætlar að selja öðrum gallaða vöru að
þeir þrífi hana áður en þeir setja hana í hilluna.
Ásgerður

2 ummæli:

  1. Ætla að komma með nokkur komment:

    B-Vörur eru ekki gallaðar eða bilaðar vörur. Aðeins er um útlitsgallaðar eða notaðar vörur en þar sem ELKO er með 30 daga skilarétt (þótt þú sért búinn að prófa vöruna) eru sumar vörur seldar með afslætti þar sem þær eru notaðar (keypt og skila).

    Ef biluð vara hefur verið seld sem B-vara hefur aðeins verið um mannleg mistök að ræða og þykir mér það líklegt fyrst járnið var skítugt. Það er gert við bilaðar vörur ef slíkt er mögulegt og hreinlega svarar kostnaði en annars er vörunum fargað og gert "claim" á framleiðandann. Eins og ég segi, fyrst járnið var skítugt átti sennilega að farga járninu en ekki selja það. Það hefur sennilega lent í vitlausum bunka.

    Langaði bara að benda á þetta þar sem ég þekki aðeins inn á þetta B-Vöru dæmi í Elko, sem þeir eru með útfrá Elkjöp og aðrar verslanir á Íslandi eru að apa upp eftir þeim.

    P.S. Langar bara að spyrja hvernig ELKO átti að taka tillit til þess að járnið hafi hækkað í verði? Þú fékkst væntanlega endurgreitt þá upphæð sem þú greiddir fyrir járnið í upphafi ekki satt?

    SvaraEyða
  2. Mér finnst ekki rétt af því að ætlast til þess að fá 100% meira fyrir vöruna en greitt var fyrir hana þegar hún var keypt. Að sama skapi er þá rétt að þú fáir fulla greiðslu fyrir vöruna hafi hún lækkað, eða verið sett á útsölu, frá því að hún var keypt.

    Auðvitað á Elko að sjá til þess að þú fáir hreint vöfflujárn, sem virkar, en athugaðu að líklega var það annar meðal Jón, rétt eins og þú, sem skilaði járninu sem þú fékkst, skítugu og biluðu. Ég efast um að Elko hafi haft fyrir því að opna kassann, skemma járnið og skíta það út.

    SvaraEyða