föstudagur, 13. mars 2009

Dýrt útprent

Ég vildi láta vita með okur hjá Leturprent, stafrænu prentstofunni Síðumúla 22. Ég er að leita mér að vinnu og þurfti að láta prenta út ferilskrár og lét prenta út 10 blaðsíður þar sem ég er ekki með prentara heima. Ég hringdi og sá sem ég talaði við talaði ekki um að það væri eitthvað lágmarks gjald annars hefði ég aldrei látið prenta þarna út. En fyrir 10 blaðsíður þurfti ég að borga 1500kr...frekar dýr hver síða. Ég var á leiðinni í viðtal og hafði ekki tíma að þrasa um þetta en algjört rugl að tala um lágmarksþjónustugjald og borga 1500kr fyrir 10 bls þar sem er nánast bara svart blek. En ég vildi amk láta vita af þessu.
Ein úr Kópavogi

3 ummæli:

  1. Hefðir átt að leita til bókasafna, veit t.d. að Bókasafn Kópavogs prentar út fyrir mann fyrir 30 kr blaðið.

    SvaraEyða
  2. 15 kr. í Þjóðarbókhlöðunni

    SvaraEyða
  3. Það hefði kannski verið ódyrara fyrir þig að kaupa græjurnar sjálf og þurfa svo að borga 1 manni laun líka. Fyrirtæki geta ekki verið með starfsfólk, vélar og tæki sem búið er að kaupa fyrir stór fé og vinna svo frítt bara út af þvi að þetta var svo lítið sem þu varst með

    SvaraEyða