miðvikudagur, 11. mars 2009

Lyfjaver svarar

Varðandi fyrirsögnina (hér að neðan) að Lyfjaver sé dýrast vill ég koma eftirfarandi á framfæri. Því miður fannst ekki tölvupóstur frá “ónefndum” varðandi fyrirpurnina um verðbreytingar á Norvasc, en verðskrá okkar í mars er eftirfarandi:

Amlo 10mg kostar 2.975 kr.

Norvasc 10mg kostar 4.956 kr.

Hjartamagnyl glas kostar 689 kr. án lyfseðils

Norvasc + Hjartmagnyl kostar því hjá okkur 5.611 krónur og Amlo + Hjartamagnyl kostar 3.630 krónur.
Verð á innfluttum lyfjum hefur lækkað um 15-20% síðan í desember en þá var verð á innfluttum lyfjum í hámarki og því óeðlilegt að bera saman verð í mars og desember. Verðskrá fyrir heildsölu- og smásöluverð er gefin út af Lyfjagreiðslunefnd fyrsta hvers mánaðar og apótekum síðan frjálst að gefa afslátt frá smásöluverði sem getur verið mismunandi á milli mánaða sérstaklega ef komið hafa á markað ný samheitalyf. Við ráðleggjum því neytendum að gera verðsamanburð á milli apóteka en Lyfjaver hefur það að markmiði að bjóða lágt lyfjaverð.

Með kveðju/Best regards,
Magnús Steinþórsson

Web: www.lyfjaver.is

2 ummæli:

  1. Lyfjaver er gott apótek, flott þjónusta og virkar heiðarlega jöfn álagning. Margt mun ódýrara þar (og í rimaapóteki líka) frekar en í "stóru apótekunum" sem okra griiimmmmt.

    SvaraEyða
  2. sammála. Lyfjaver er eina apótekið sem ég þarf ekki að borga fyrir 100 daga af Cipralexi

    Heiða Hrönn

    SvaraEyða